Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Side 61
IÐUNN J
Dvöl min í Danmörku.
261
iJegar í byrjun hinnar djörl'u og velfluttu ræðu Magn-
úsar fór að koma ys og órói í salnum, og óx svo
háreystin, að ekki lieyrðist orð, enda tók forseli aftur
og aftur til bjöllunnar og kallaði hátt, bað ræðu-
mann lialda sér við efni dagskráarinnar, því slíkar
rannsóknir væri alt annað, en hér lægi fyrir.......
(Köll í salnum): »Niður með ræðumanninnl«; en
aðrir æptu: »Vér vitum, á hvern vér trúum!« En
Magnús stóð kyr, og er ofurlítið hljóð fékkst, reyndi
hann að lialda áfram: »Ivenning Jesú liefir verið sett
undir mæliask — — það má sjá og sanna af sög-
unni------trúarjátningar kirkjunnar eru mannaverkl«
(Yfirtaks óhljóð). Nú hrópaði Magnús og fékk þá
hljóð: »Þóll það koslaði mína eilífu sáluhjálp, get ég
ekki þaggað niður rödd samvizku minnar og sann-
færingar!« Meira fékk hann ekki mælt, svo að heyrðist,
fyrir ópum og hringingum, en enn þá stóð Magnús
í ræðustólnum. Mér hljóp kapp í kinn, og duttu mér
í hug orðin í Lútherskvæði mínu:
»Og öld af ótta staröi,
peim ægði dirfskan sú,
er lif og ljós liann varöi
með lifandi krafti og trú«.
Það er sjaldan sem menn heyrra andleg stórmenni
tala; ég hafði heyrt Jón forseta flytja »stóru ræðuna«
a alþingi 1867, þegar hann feldi frumvarp stjórnar-
'nnar, og ægði þingmönnum svo, að flestir eða allir
urðu yfirkomnir af mælsku hans og ylirburðum, og
belzti mótstöðumaður hans, Benedikt Sveinsson, liróp-
aði: »Það vildi ég, að slikur maður lil’ði eilíflega 1«
Svo fansl mér til um framkomu M. Eiríkssonar —
þessa barnslega og hógværa fátæklings, eina landa
niins í liinum mikla háskóiasal alskipuðum nálega
úllu stórmenni klerkalýðsins á Norðurlöndum. Já, inér
bl.jóp kapp 1 kinn og ég mintist Jóns forseta, mintist