Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Side 70
270
Einar Hjörleifsson:
[ IÐUNN
fanst það svo raunalegt. Að lokum sagði hann: »I5að
hefir komið nokkuð fyrir mig, sem hefir haft mikil
áhrif á mig Þegar við vorum að fara fram hjá St.
Katrínar vitanum, kom mér til hugar, að Mr. Morley
mundi eiga skamt eftir ólifað«.
»En sú vitleysa!« sagði frúin. »Hvernig hefirðu
farið að láta þér detta þetta í hug?« Hann sagði
henni, hvað fyrir sig hefði borið. Hún sagði aftur,
að þetta væri vitleysa; Morley færi ekki að deyja;
hann yrði í þess stað þingmaður. Slead sagði, að
það gæti vel verið. En hvorl sem Morley dæi eða
yrði þingmaður, þá væri það áreiðanlegt, að hann
tæki einn við blaðinu á næsta ári. Og samkvæmt
þeirri vissu kvaðst hann ætla að haga sér.
Hann gerði það líka. Jafnskjótt sem hann kom
inn í skrifstofu blaðsins, sagði hann eiganda þess,
Mr, Thompson, ritstjóranum, Mr. Morley, og Mr. Milner,
sem þá var starfsmaður við blaðið, en síðar varð
lávarður, að Mr. Morley yrði orðinn þingmaður 16.
marz næstkomandi. Auðvitað gat hann þess ekki,
sem honum hafði fyrst komið til hugar. Hann sagði
þeim jafnframt, af hverju hann réði þetta, hvað fyrir
sig hefði borið. Þeir yptu öxlum, og Morley taldi
þetla fjarstæðu. Hann sagðist hala hér um bil hætt
að hugsa um það, að komast á þing; þær tilraunir,
sem hann hafði áður til þess gert, höfðu mislekist;
og hann hafði ráðið af að vera kyr við blaðið. En
Stead sat fast við sinn keip, sagði, að Morley mundi
áreiðanlega fara. Hann álti nákvæmt tal um þetta
við Milner, sagði, að það væri versti gallinn á mönn-
um, sem fengju fyrirboða, að þeir þegðu vandlega
um þá, þangað til þeir væru komnir fram, og þá
tryði þeim enginn maður. »1 þetta skiltið skal
enginn maður efast um, að ég hafi fengið minn
fyrirboða sæmilega Iöngu áður en liann rætist. Nú
er Október. Eg hefi sagt þetta öllum, sem ég þekki