Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Síða 81
löUNN]
Endurminningar.
281
Páll bróðir hans var fjárhaldsmaður minn og var ég
honum sérstaklega á hendur falinn. Af ungum pilt-
um, er þá voru eigi í skóla, varð ég þegar góðvinur
tveggja það sumar, annar var Hallgrímur Melsted,
síðar bókavörður, en hinn Einar Sæmundsen, sonur
Einars í Brekkubæ, en bróðir frú Sigríðar, konu Ei-
riks Magnússonar, og þeirra systra.
Ekki var ég iðinn við lestur þelta sumar, enda
þurfti ég þess ekki svo mjög með, því að ég var all-
vel undirbúinn.
Alþingi- var haldið i stóra salnum i Mentaskólan-
um, en Langaloftið var lestrarsalur. Nálega hvern
dag var ég stöðugur gestur á áheyrendabekkjum
þingsins. Var mér það in mesta skemtuh, og vafa-
Jaust bafði ég golt af því, með því að alhygli mín
vaktist við það á ýmsum málum og ég kyntist, þó
að ekki væri nema í sjón, ýmsum mönnum, sem ég
fékk síðar nánari kynningu af, m. a. Arnljóti Olafs-
syni og Gísla Brynjúlfsyni.
Áður en ég byrja á upptökunni í skóla og skóla-
híinu, verð ég að geta lítils atviks, er fyrir mig bar
uin sumarið.
Einn dag var ég ásamt Boga Péturssyni á gangi
upp Bakarastíginn, sem þá var kallaður. Kom þá á
móti okkur lítill maður ríðandi. Hann bafði á liöfði
skygnishúfu með loðinni skinnrönd að neðan, sveig
'nnan í rönd húfu-kollsins, en húfan strengd saman
milli kollsins og skinnrandarinnar. Á fólunuin hafði
hann skinnleista lága og durnalega skó og baröi þélt
fótastokkinn. Aftan í taglið reiðskjótans var bundinn
velrungs-tuddi og gekk svo taumurinn fram úr tagl-
hiu upp í hendina á manninum. Túddinn var tregur
' taumi og var ekki laust við að hann togaði stund-
uni hest og riddara aftur á bak eða út á hlið. líg
hafði ald rei áður séð nautgrip bundinn aflan í hest;
maðurinn virtist mér kátlegur og ósélegur og öll