Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Page 87
IÐUNN]
Endurminningar.
28
ég upp í Japan. Ég kunni reiprennandi, kafði þaul-
lesið kortið heima, auk þess sem ég kunni rímuna.
lig stóð mig líka með afbrigðum vel, þuldi upp og
gleymdi ekki nokkru minsta atriði. Allir voru for-
viða í bekknum og Jens víst ekki sizt. Jens sagði
ekkert við mig, nema: »Svona áttu að lesa«. Þegar
liann var farinn út, gægðist ég í prótókollinn og sá,
að ég hafði fengið 5. Nokkru síðar kom ég upp í
guðfræði hjá Jens og var ámóta vel undirbúinn.
Þegar yfirheyrslunni var lokið, stóð ég kyr, meðan
hann skrifaði vilnisburð minn í prótókollinn, og sá
að hann gaf mér 5. Þá gekk ég til sætis míns, og
sagði svo hátt, að hann mætti vel heyra: »Það borg-
ar sig ekki að lesa upp á 6«.
Næstur yfirkennaranum var (eftir embættisaldri
talið) Halldór Kr. Friðriksson. Hann var harður í
horn að taka, skammaði miskunnarlaust þá sem
ekki kunnu, og laus var honum höndin, ef því var
að skifta, eins og Kristján kvað: »Ég gef þér kjafts-
högg, núll og nótu«, enda var hann óvinsælastur
allra kennaranna* Aldrei sló hann þó til mín í skóla,
og hefi ég þar líklega notið íslenzkunnar. En í þýzku-
tímunum lekk ég oft ómældar skammir hjá honum
i 1. bekk, enda leit ég aldrei í bók í þýzku þann
vetur, og sat eftir í bekknum um vorið einmitt fyrir
þýzkuna. Annars verð ég að segja það, að Halldór
var góður kennari. Hann kendi íslenzku í öllum
hekkjum, þýzku í 1. og 2. bekk og báðum 3. bekk-
junum (A og B). Landafræði kendi hann í 1. bekk
(Ingerslevs landafræði, sem hann hafði sjálfur þýtt).
Hann var enginn frábær lærdómsmaður, allvel að
sei' í íslenzku, en ekki sem bezt í landafræði. Þó
þótti mér hann miklu betri landafræðiskennari heldur
en Jens. Málmynda-lýsing hans in íslenzka er reynd-
ar auðug af smávillum, enda var hún frumsmíð, en