Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Page 88
288
Jón Ólafsson:
[ IÐUNN
rnátti þó heita yfirleitt mjög góð bók á sinni tíð.
Sjálfur skrifaði hann gott og íslenzkulegt mál.
Hér verð ég að geta eins alviks um Halldór. Eins
og ég áðan gat um, var ég settur eftir í 1. bekk fyrir
gersamlega vankunnáttu mína í þýzku. Næsta haust
byrjuðu þýzku-tímarnir svo, að ég Ias ekkert fremur
en áður. Á þessum árum skiftust kennararnir til að
halda vörð yfir heimasveinum í upplestrarlimum
siðdegis. Sat sá kennarinn, sein vörð liafði, inni í
kennarastofu, og gekk um endur og sinnum á
skólaganginum, og leit inn um gluggana, sem á hurð-
unum voru. Eitt kvöld, er Halldór héll vörð, kom
hann inn í 1. bekk og kallaði á mig og fór með mig
inn í kennarastofu. Það var seinl í Október. Hann
talaði við mig alvarlega, en þó með velvild og sagði,
að ef ég héldi svona áfram að vanrækja þýzkuna,
þá kæmist ég aldrei upp úr 1. bekk. Og sagði að ég
væri þegar orðinn svo langt á eftir í málfræðinni,
að ég mundi eiga örðugt að fylgjast með i lestrar-
bókinni, sem við lásum, og spurði mig, hvort ég
vildi nú ekki gera það fyrir sig ab fara nú að lesa
þýzkuna vel. Eg hafði góð orð um það, og bauð
hann mér þá að hafa með mér auka-tíma i þýzku,
meðan ég væri að ná upp því sem hinir væru komnir
á undan mér; hann sagðist vita, að mér yrði létt
um, þegar ég væri búinn að ná hinum. Hann sagðist
ekkert skyldi taka fyrir þetta, og gerði hann þetta
eins og liann hafði boðið mér. Þessu sæmdarbragði
gleymi ég aldrei. Eg ásetti mér að láta honum verða
heldur ánægju að árangrinum, og er þar skemst af
að segja, að ég varð prýðisvel að mér í þýzku, og
þegar ég tók fyrri hlutann upp úr 3. bekk B, var ég
lang-bezt að mér í þýzku allra minna skólabræðra.
Eg fékk að vísu ekki nema vel við prófið, þó að ég
stæði mig lang-bezt, en orsök var til þess; ég hafði
fengið nótu næsta mánuð á undan og var því mjög