Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Page 92
292
Ritsjá.
IIÐUNN
Jón Jónsson: íslandssaga. Reykjavík 1915;
VII + 381 bls. Útg.: Sigf. Eym.
í formála bókarinnar getur hinn góökunni höf. þess, aö
bókin sé ætluð ,til kenslu i liinum æðri mentastofnunum
vorum', en jafnframt almenningi ,til fróðleiks og skemt-
unar'. Bókin á þannig að vera hvorttveggja í senn skólabók
og alþýðubók. Af þessu tvöfalda markmiði höf., sem er
afar-örðugt ef ekki með öllu ókleift að gera full ski), eru
sprottnir nokkrir annmarkar á bókinni sem kcnslubók;
skal hér á eftir bent stuttlega á nokkra þeirra, ef vera
mætti, að höf. við síðari útgáfur af bók þessari, er vér
vonum að verði ekki langt að bíða, tæki þessar bendingar
að einhverju lej'ti til greina.
Islandssaga höf. er fyrst og fremst of löng fyrir lær-
dómsdeild mentaskóla vors, að vér ekki nefnum gagnfræða-
og kvennaskólana. Ef blaðsiðutal hennar er borið saman
við blaðsíðutal bóka þeirra, sem notaðar eru til stúdents-
prófs með bræðraþjóðum vorum á Norðurlöndum, er bók
höf. þetta 50—150 bls. lengri en þær, og þó gera bækur
þær sögu allra Norðurlanda að umtalsefni, en þessi
Island eitt. Pó að þetta sé og verði að telja annmarka
á bókinni, viljum vér þó engan veginn leggja mjög mikla á-
herzlu á liann, og það því fremur sem niöurskipun höf. er
svo Ijós, að vel má slepjia löngum köflum, án þess nemend-
urnir missi nokkurs verulegs í við það, enda eru kaílar
þeir oft prentaðir með smáletri. Hitt er aftur á móti miklu
lakara, að höf. verður svo skrafdrjúgt um fornöld vora,
miðöld og nýöld fram til 1800, að honum vinnast ekki
nema 60 — sextíu — blaðsíðnr lil að segja frá 19. öldinni
og því sem liðið er af 20. öldinni. Pelta tímabil er þó
tvimælalaust hið langmerkasta í sögu íslcnzku þjóðar-
ionar, og einmitt það, sem vorir uppvaxandi mentamenn
þurfa og eiga að vila bezt deili á. En af því höf. hefir
ætlað sér svo lítið rúm handa 19. öldinni, verður liann
auðvitað að láta margra atriða ógetið í sögu hennar.
Það er t. d. dálitið skritið að verja 10 bls. til þess að
scgja frá deilum Guðmundar biskups Arasonar við leik-
nienn og frá fiakki lians, en nelna svo ekki einu sinni
Pétur biskup Pétursson eða starfsemi hans í þjónustu ísl.