Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Page 96
296
Ritsjá.
| IÐUNK
Jóns Sigurðssonar. Ástæða liefði verið til, að nefn» hin
tvö stórmerku safnrit, er Jón Sigurðsson mun hafa átt
frumkvæðið að: Hið ísl. Fornbréfasafn og ,Lovsamling for
Island1.
í síðasta kailanum gætir sumstaðar dálitillar ónákvæmni,.
eins og að líkindum la:tur, þegar frásögnin er svo saman-
rekin. Par sem höf. talar um liskiveiðar á þilskipum (á
378. bls.) hefði verið rétt að geta þess, að þær voru komnar
á all-góðan rekspöl á Vesttjörðum og Eyjatirði áður en þær
hófust hér Sunnanlands. Nær er oss að halda, að liel/.t til
sé tekið djú|)t i árinni, þar sem sagt er, að Torfi Bjarna-
son iiafi fundiö 11 pp njja gerð á ljáum; iiann mun sjálfur
liafa kallað ijáina ,sko/ka‘ og að eins breylt þeim lítið eitL
En stór þýðingarmikil iicíir þessi breyting lians verið fyrir
búskap íslendinga, þótt trauðla geti heitið uppfunding.
Um alþýðumenlun íslendinga farast höf. svo orð, að þeir
standi þar ,ílestum ef ekki öllum þjóðum á sporði*. Ætli
surnum, sem þekkja alþýðumentun annara landa, þyki ekki
heldur mikið gert úr alþýðumentun vorri?
Vér höfum nú gert þessa bók að umtalsefni nokkra hríð,.
og vikið meir að annmörkum bókarinnar en kostum henn-
ar af ástæðum, er teknar voru fram í upphafi greinar þess-
arar. En Islandssaga þessi er alþýðui)ók í orðsins be/ta
skilningi. Hún er ljóst og skipulega samin, yfir höfuð á-
reiðanleg, og dómar höf. bera vitni um góðan skilning á
mönnum og málefnum. Málið á bókinni er liðugt og létt;
stöku sinnum bregður þó fyrir óvenjuleguin orðum og
orðatiltækjum, er höf. heíir tekið eftir heimildum sínum.
Vér hefðum kosið, að höf. hefði verið gagnorðari í fyrri
parti bókarinnar, eins og áður hefir verið tekið fram, en
gert frásögnina ítarlegri eftir því sem nær dregur vorum
tímum og saga vor verður merkilegri og fjölhreyttari; en
um það tjáir nú ekki að sakasl. Bókmenta-kailarnir, cr
að miklu leyti hefðu mált missa sig í skólabók, og það
því fremur, sem vér erum nú loks í þann veg, að eignast
liandhæga og góða kcnslubók i isl. bókmentasögu — ger»
bókina enn eigulcgri og vcrðmætari fyrir alinenning.
Porleifur II. Bjarnason.