Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Side 7
IÐUNN)
Jólin hans Vöggs litla.
197
Vöggur gekk að lilóðunum; glóðin var ekki alveg
kulnuð út í þeim. Það var svo hljótt þar inni, að
þegar tréklossarnir lians glumdu við gólfið, fanst
honum sem það mundi lieyrast um alla heiðina.
Hann settist nú á hlóðasteininn og tók að hugsa um
það, hvort hunangskakan, sem hann ætti að fá, væri
með haus og fjórum fótum, hornum og klaufum. Og
hann fór líka að hugsa um það, hvernig snjótittling-
unum og öðru smáfygli mundi líða nú um jólin.
Ekki er gott að segja, hversu lengi Vöggur muni
hafa setið svona, er hann heyrði bjölluhljóm. Sá hann
þá eitthvað svart kvika á snjónum langt í burtu. Það
nálgaðist óðum, og hærra og hærra lét í bjöllunum.
Hver skyldi nú vera þar á ferð, liugsaði Vöggur.
Hann fer ekki alfaraveg, heldur stefnir hann þvert
yfir heiðina. Hann vissi svo sem, hann Vöggur litli,
hvar leiðin lá, liann sem hafði tínt þarna bæði blá-
ber og krækiber og farið fram og aftur, — mörg
hundruð álnir liringinn í kringum kofann. Hver sem
mætti nú aka með svona bjöllum og aka sjálfur!
Naumast hafði Vöggur látið þessa ósk í Ijós, fyr en
sleðann bar þar að og fyr en liann slaðnæmdist á
hlaðinu fyrir utan gluggann.
Hvorki meira né minna en fjórum fákum var beitt
fyrir sleðann; en þeir voru líka minni en minstu
folöld. Þeir höfðu numið staðar, af því að sá, sem
stýrði þeim, righélt við þá, en ekki af því að þeir
væru fegnir að fá að blása, því að þeir frísuðu og
hneggjuðu, skóku makkana og hjuggu hófunum niður
í lijarnið.
Ilægan, Ilvatur!
kyrr, Olatur!
Nettfeti, hem þig!
Léttfeti, látlu’ ekki svona!