Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Síða 12
202
Viktor Rydberg:
[ IÐUNN
týgi og drifu að hvaðanæfa, og óvinirnir stóðust
þeim ekki snúning. Þú átt líka að verða dáðrakkur
drengur, Vöggur minn!«
»Auðvitað«, sagði Vöggur.
»En nú hefir Þór lagt hamar sinn fyrir fætur Jesú-
barninu«, sagði Skröggur, »því að mildin er Mjölni
belri«.
Hið næsta sinn stöðvaði Skröggur hesta sína við
hlöðuna á bóndabæ.
Úr hlöðunni heyrðist lágt, reglubundið þrusk, eins
og verið væri að þreskja korn þar inni; en þó lét
hærra í bæjarlæknum, þar sem hann stökk á stein-
um og vatt sér inn á milli viðarrótanna á grenitrján-
um. Skröggur barði á hlöðuhlerann og opnaðist hann
þegar. Komu þá tveir loðbrýndir smásveinar í ljós.
Þeir voru sællegir í andliti með rauðar skotthúfur á
höfði og í gráum úlpum. Það voru búálfarnir1). Þeir
voru að þreskja korn við skriðljós og rauk mélið
upp úr kláfunum.
Skröggur kinkaði kolli til þeirra og sagði:
»Búálfar, búmenn
bjástriö pið enn?«
En búálfarnir svöruðu:
»Seint fyllast kláfar
— svo er paö enn!
kornið fyllir mælirinn,
kornið fyllir mælirinn, konur og menn!«
»Mér finst nú samt, að þið gætuð unnað ykkur
hvíldar svona á sjálft aðfangadagskvöldið«, sagði
Skröggur.
1) Búálfar (tomtegubber) eru taldir vera á livcrjum l>æ i Sviariki og
láta þeir sér ant um lieill og liagsmuni lieimilisins.