Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Page 15
IÐUNN]
Jólin lians Vöggs litla.
205
»Hvert er ferðinni heitið?« spurði Skröggur.
»Eitthvað bara á annað bú
álfur mæddur llytur nú«,
svaraði álfurinn.
»Og hvað ber til?« sagði Skröggur.
Álfurinn svaraði og varp urn leið mæðilega öndinni:
»Bóndinn liann sýpur sér í mein;
konan er svarkur og subba ein;
börnin óþæg og aldrei hrein«.
»Ja, það er ljóla ástandið«, svaraði Skröggur; »en
reyndu nú samt að vera þar eitt árið enn; það er
alveg úti um heimilisfriðinn, ef þú fer. Ef til vill
lagast þetta eitthvað, og þá kem ég næstu jól með
jólagjafir handa því«.
»Jæja; ég geri þetla þá fyrir þín orð«, sagði álf-
urinn og sneri við.
★
¥ ¥
Sköinmu síðar staðnæmdist Skröggur fyrir framan
mikið hús, þaðan sem Ijósið lagði úr hverjum glugga.
»Hingað eiga nú nokkrar jólagjaíir að fara«, sagði
Skröggur, um leið og liann opnaði kislu sína. En
Vöggur varð alveg frá sér numinn af undrun yfir
öllu því skrauti, sem hann sá. Þar gal að líta arm-
bönd og brjóstnálar, sylgjur og spennur, silki og ilos.
Og alt glitraði þelta af silfri, gulli og gimsteinum.
Þar sá liann tilbúin skrautblóm og þefaði af þeim,
en þau báru engan ilm. Og loks kom hann auga á
það, sem hann furðaði mest á, lausar lléltur og
hárlokka.
»Hvað er nú þetta?« spurði liann.
»Það eru veiðarfæri«, sagði Skröggur og dró unr
leið annað augað í pung. »Slík veiðarfæri nota ung-
frúrnar nú á tímum, þegar þeim verður veiðivant!«