Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Side 17
ÍÐUNN1
Jólin hans Vöggs litla.
207
»kavaléra-stökk«, um leið og hann sagði við sjálfan
sig: »Nú heíi ég loks náð tilgangi mínum; þetta fær
maður, þegar maður er gott barn!«
»Er hann þá barn?« spurði Vöggur.
»Sennilega«, sagði Skröggur.
★
¥ ¥
Þessu næst komu þeir að enn stærra húsi og þar
voru einnig margir gluggar uppljómaðir. Par tók
Skröggur ofan loðhúfuna oghrópaði: »Liíi, liíi, lifi —!«
»Liíi livað?« spurði Vöggur.
»Það fær þú að vita að svo sem tultugu árum
liðnum«, sagði Skröggur og var eins og liann byggi
yfir einhverju. Hann opnaði kistu sína og tók upp
úr lienni nokkrar bækur í snotru bandi.
»Fallegt er handið«, sagði Skröggur, »en livað er
það á móts við það, sem i þeim er. í þeim eru
margar af þeim göfuguslu hugsunum, sem mennirnir
liafa nokkru sinni hugsað. Ekki get ég fundið neinar
hæfilegri jólagjafir handa húsbændunum hér«.
Vöggur varð nú að vera eflir í sleðanum, á meðan
Skröggur fór inn, og ekki sagði hann Vögg litla á
eflir neilt um það, sem hann liafði séð. En ég veit
það og því get ég sagt frá því. Hann sá pilt á aldur
við Vögg; liann var kvikur á fæti og fríður drengur,
og það sá Skröggur fyrir af forvísi sinni, að hann
mundi verða fóstbróðir og tryggasli samherji Vöggs
litla á lífsleiðinni i baráttunni fyrir því, sem væri
satt, fagurt og gott. En í vöggu leit hann lítið stúlku-
barn, og var munnur þess eins og ofurlítill óútsprung-
inn rósahnappur. Um telpuna vissi Skröggur það,
að er hún væri gift og manni gefin, mundi hún
nefna Vögg ástina sína.