Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Side 20
210
Viktor Rydberg:
[ IÐUNN
margt fallegt og skemtilegt, gaztu víst gefið mér eitt-
hvað álika«.
Skröggur svaraði ekki einu orði, enda var liann
nú orðinn alvarlegur á svip og reykti miklu ákafar
en áður.
Og þannig óku þeir nú þegjandi langa stund.
Vöggur var orðinn súr á svipinn. Hann öfundaðist
við konungssoninn fyrir öll fallegu gullin lians og
mátti ekki hugsa til ullarsokkanna sinna án þess að
illskast. Sltröggur þagði lika og blés óhemju reykjar-
strokum út um bæði munnvikin.
Það þaut í greniskóginum og niðaði í skógarlækj-
unum, og það marraði í snjónum undir hesthófun-
um. Þegar þeir komu út í skógarjaðarinn, kom snæ-
Ijós og lýsli þeim. En það var nú bara upp á mont,
því að það var vel ratljóst eftir fönnunum í tungls-
Ijósinu.
Loks bar þá að þvergnýptum bjargvegg. Þar fóru
þeir úr sleðanum. Skröggur gaf farskjótunum sína
hafrakökuna hverjum og klappaði því næst á kletta-
þilið, en það laukst þegar upp. Hann tók nú Vögg
litla við hönd sér og hélt inn i fjal'.aranninn; en
ekki höfðu þeir farið langt, áður en Vögg tók að
skjóta skelk í bringu.
Þar var líka ömurlegt um að lilast. Ekki hefði séð
þverhandar skil, ef ekki hefði glilt í glirnurnar á
höggormum og eitureðlum, sem einblíndu á þá og
undu sig og skriðu um þvalar kletlasillurnar um leið
og þeir fóru hjá. »Ég vil komast lieim til hennar
ömmu«, æpti Vöggur litli loks upp yfir sig.
»Sænskur sveinn!« sagði Skröggur.
Og þá þagnaði Vöggur.
»En hvernig lízt þér annars á eðluna þá arna?«
spurði Skröggur, eftir að þeir höfðu gengið nokkurn
spöl og komið auga á grænt kvikindi, er sat þar á
steini og einblíndi augunum á Vögg litla.