Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Qupperneq 22
212
Viktor Rydberg:
['IÐUNN
sagt var frá, lögðu jötnarnir gullin met á aðra meta-
skálina; en fyrir liverja ljóta hugsun og illa athöfn,
sem getið var um, lögðu þeir annaðhvort höggorm
eða eðlu á hina metaskálina.
»Sérðu nú, hvernig í öllu liggur, Vöggur minn?«
hvislaði Skröggur. »Svo er mál með vexti, að kon-
ungsdóttirin þarna er sjúk. Eins og klafabundin,
skínandi liugsjón, sem ekki nær fram að ganga, situr
hún þar á stóli sínum. Hún hlýtur að deyja, ef liún
kemst ekki bráðlega á burt úr fjallinu. Hún þráir
að fá að anda að sér háfjallablænum, sjá ljóma sól-
arinnar og blik stjarnanna. Og henni hefir verið
lieitið því, að fái hún að líta himininn, þá fái hún
og að sjá alla dýrð himnanna og lifa eilíílega. Og
hún þráir þelta og tregar. En út úr berginu kemst
liún ekki fyr en á því aðfangadagskveldi, er menn-
irnir hafa brej'lt svo, að metaskál hins góða sígur
alla leið til jarðar og vegur metaskál hins illa í lofl
upp. En nú sér þú, að þær standa svo að segja á
járnumcc.
Naumast hafði Skröggur lokið máli sínu, fyr en
liann var kvaddur fram fyrir konunginn lil þess að
gefa skýrslu sína. Og það var ekkerl smáræði, sem
hann hafði frá að segja, og ílest alt var það gott,
því að reynsla hans tók að eins yfir jólavikuna; en
þá dagana, sem menn minnast harns þess, er fyrir
inildi sína og mannkærleika varð konungur aldanna,
eru menn venjulegast betri og vingjarnlegri hver í
annars garð en ella.
Og bergrisarnir lögðu hvert gullmetið á fætur öðru
á metaskálarnar, meðan Skröggur var að segja frá,
og vogarskál hins góða tók að síga æ því meir sem
hann sagði lengur frá. Loks var hún orðin til muna
þyngri en hin. En Vöggur slóð eins og á nálum, af
því að hann kveið því, að sitt nafn mundi verða
nefnt þá og þegar, og hann hrökk við, þá er Skröggur