Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Page 24

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Page 24
214 Viktor Rydberg: 1IÐUNN Skröggur og liann búnir að vera í fjallasalnum og Skröggur búinn að koma honum heim og í rúmið og bjóða honum góða nótt, þótt Vöggur litli væri þá svo syfjaður, að hann tæki ekki lifandi vitund eftir því. En er hann vaknaði, þá skíðlogaði eldurinn í lilóðunum og Geirþrúður gamla laut ofan yfir hann og sagði: »Veslings litli Vöggur minn, sem varst svo lengi einsamall hérna i myrkrinu! Eg gat ekki komið fyr en þetta; það er svo langt. En nú hefi ég hérna handa þér kongaljós og hveitibrauð og hunangsköku, og meira að segja ofurlitla köku, er þú getur mulið í sundur handa vinum þínum smáfuglunum á morgun!« »Og sjáðu nú bara«, bælti Geirþrúður gamla við, »hér er ég með ullarsokka, sem ég ætla að gefa þér í jólagjöf; það er nú það, sem þig vanhagar mest um núna, litli slitvargurinn þinn! Og hérna er ég með stígvélaskó banda þér, sem ég hefi keypt i kaupstaðnum, svo að þú þurfir nú ekki að þramma á tréklossunuin þínum yfir jólin«. Lengi liafði Vöggur litli óskað sér þess að eignast svona stígvélaskó, enda virti hann þá nú fyrir sér í krók og kring og gleðin skein út úr augunum á honum. En ennþá betur virti hann þó fyrir sér ullar- sokkana, svo að Geirþrúður gamla fór að síðustu að halda, að hann væri farinn að leita að Iykkjufalli á þeim. En svo var mál ineð vexti, að Vögg sýndisl ekki betur en að þelta væru alveg sömu sokkarnir og hann hafði séð í kistunni hans Jólaskröggs. Loks slöngvaði hann liandleggjunuin um hálsinn á Geir- þrúði gömlu og sagði: »IJakka þér, amina min, fyrir sokkana og skóna — og svo fyrir sokkana!« »Guð blessi þig, Vöggur minn«, sagði Geirþrúður gamla og viknaði. »Ja, satt er það, að litlu verður Vöggur feginn«.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.