Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Page 24
214
Viktor Rydberg:
1IÐUNN
Skröggur og liann búnir að vera í fjallasalnum og
Skröggur búinn að koma honum heim og í rúmið
og bjóða honum góða nótt, þótt Vöggur litli væri þá
svo syfjaður, að hann tæki ekki lifandi vitund eftir
því. En er hann vaknaði, þá skíðlogaði eldurinn í
lilóðunum og Geirþrúður gamla laut ofan yfir hann
og sagði:
»Veslings litli Vöggur minn, sem varst svo lengi
einsamall hérna i myrkrinu! Eg gat ekki komið fyr
en þetta; það er svo langt. En nú hefi ég hérna
handa þér kongaljós og hveitibrauð og hunangsköku,
og meira að segja ofurlitla köku, er þú getur mulið
í sundur handa vinum þínum smáfuglunum á morgun!«
»Og sjáðu nú bara«, bælti Geirþrúður gamla við,
»hér er ég með ullarsokka, sem ég ætla að gefa þér
í jólagjöf; það er nú það, sem þig vanhagar mest
um núna, litli slitvargurinn þinn! Og hérna er ég
með stígvélaskó banda þér, sem ég hefi keypt i
kaupstaðnum, svo að þú þurfir nú ekki að þramma
á tréklossunuin þínum yfir jólin«.
Lengi liafði Vöggur litli óskað sér þess að eignast
svona stígvélaskó, enda virti hann þá nú fyrir sér í
krók og kring og gleðin skein út úr augunum á
honum. En ennþá betur virti hann þó fyrir sér ullar-
sokkana, svo að Geirþrúður gamla fór að síðustu að
halda, að hann væri farinn að leita að Iykkjufalli á
þeim. En svo var mál ineð vexti, að Vögg sýndisl
ekki betur en að þelta væru alveg sömu sokkarnir
og hann hafði séð í kistunni hans Jólaskröggs. Loks
slöngvaði hann liandleggjunuin um hálsinn á Geir-
þrúði gömlu og sagði: »IJakka þér, amina min, fyrir
sokkana og skóna — og svo fyrir sokkana!«
»Guð blessi þig, Vöggur minn«, sagði Geirþrúður
gamla og viknaði. »Ja, satt er það, að litlu verður
Vöggur feginn«.