Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Page 36
226
Einar S. Frimann:
[IÐUNN
Vertu sæll og pakka þér fyrir alt — og fyrirgefðu þessar
stuttu kveðjur«.
Ég var orðlaus af undrun.
Ég vann svo þarna alt sumarið. Um haustið ætl-
aði ég til Hafnar. Áður en ég fór, brá ég mér út
eftir og hitti Guðrúnu. Hann hafði skrifað lienni
sama daginn, sem hann skrifaði mér, og látið innan
í bréf til Helgu. Hvað í því stóð, vissi liún ekki, en
kvaðst viss um, að þau hefðu sagt sundur með sér.
Ég sagðist mundu senda henni áritun mína þar ytra
og bað hana koma henni til Björns.
Svo dvaldi ég erlendis þessi 3 ár við að fullkomna
smíðanám mill. Ég skrifaðist á við fáa og aldrei
fékk ég nein skeyti frá Birni. Þegar ég kom heim
aftur, frétti ég að hann liefði gerst vitavörður hérna
úti á nesinu. Hann bjó þar með móður sinni.
Helga var gift og bjó á Suðurlandi.
Svo féllu atvikin þannig, að ég fékk hér atvinnu.
Fyrir hálfum mánuði eða svo Iagði ég af stað út
að vita. Þegar ég kom þar, var Björn ekki heima
við. Eg hitti móður hans, sem var ein í húsinu með
lítilli stúlku, á að giska 8 ára. Eg lét undrun mína
í ljós yfir því, að Björn skyldi hætta námi. Hún
kvað dauða föður hans hafa valdið því. Hefði verið
ós5Tnt um efni til námskostnaðar eftir fráfall lians.
Ég hafði þvert á móti heyrt, að efni liefðu verið nóg.
Eg gekk svo út úr húsinu, því ég sá mann koma
utan með sjónum. Hann bar byssu og nokkra sjófugla.
Þelta var Björn.
Hann sá mig þegar, nam staðar, en gekk svo
hratt á móti mér. — Við lieilsuðumst.
sÞað var fallega gert af þér að koma. Hingað
koma ekki margir«. Hann leit út yfir skerin. »FIestir