Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Page 48
238
Carlyle: Vinnan.
| IÐUNN
fylla smáseglin á skel þinni eða rífa. Þetta eru engar
menskar verur, sem þú ert hér á meðal; það eru
hinar mestu óvættir, þessar höfuðskepnur, sem geisa
um jörðina með æði og óskapagangi. En þey! —
sjá hversu hjálpin kemur hægt og hljóðlega, svo að
enginn heyrir það né tekur eftir því nema þú, hin
sívakandi sál, — kvöldrænan hæg og blið, sem sner-
ist í blásandi byr að morgni! Hjálpin kom þá ein-
mitt frá »óvættunum« og þinni eigin ráðsnild. Ró-
legur beiðst þú þess, að rokhvassan útsynninginn
lægði, en beittir viti þínu og sjókunnáttu til þess að
verjast honum. En svo varst þú líka viðbúinn og
vazt segl við hún, undireins og hinn hagstæði aust-
anvindur rann á. Við margt var þó að etja. Möglið
og samsærið hjá skipshöfninni varð að brjóta á bak
aftur harðri hendi og stappa stálinu í þá, sem hug-
lausir voru. Og miklu varðst þú sjálfur að kingja:
æðrunum, umkvörtunum, þreytu og ístöðuleysi sjálfs
þín og annara. Öllu þessu varðst þú að taka þegj-
andi eins og hafið, hið mikla ómælisdjúp, sem guð
einn þekkir. En að miklum manni varðst þú, þrátt
fyrir all! — Þú hermaður hins mikla guðs, þú kon-
ungur liafsins, þú munt reynast sjálfum liöfuðskepn-
unum meiri: þú, sem þreytir kapp með forsjá! Fyrir
hug þann, sem býr í sálu þinni, og fyrir mátt þann,
sem býr í armlegg þínum, munt þú knýja allar
höfuðskepnurnar til hlýðni við þig, fá þær til að
bera þig þangað sem þig langar, til framtíðarlands-
ins, til — hins nýja heims, eða — þangað senr
guð vill!
[Á. II. B. þýddi lauslega.]