Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Blaðsíða 49
ÍÖUNN1
Framtíðarlandið.
Eftir
Ágúst H. Bjarnason.
Paö sem ég ann, l)er nú opinn knör
úti meö vonum og kvíöa.
Leiftrar við svipur af sigurför!
Syrgjandi, fagnandi rek ég min kjör
Sumar og morgun og maður liða,
— móðir vor ein á að biða.
, Ein. Ben.
Já, móðir vor ein á að bíða! Og þó veil maður
aldrei og sízt nú, hverju fram kann að vinda. Enn
er alt i uppnámi í heiminum og dýrtíðin ætlar oss
lifandi að drepa, þó einna helzt daglaunamenn og
— embættismenn þessarar ])jóðar! Því að hinir,
framleiðendurnir og kaupsýslumennirnir, lcomast all-
vel af og sumir ágætlega. En það tjáir nú ekki uin þetta
að tala, og einhvern tíma léttir þessum ósköpum af.
En hvert eigum vér þá að stefna og hvernig eignm
vér helzt að koma ár vorri fyrir borð, vér íslend-
ingar?
Engu verður spáð í eyðurnar, og enginn veit, hverju
fram kann að vinda. Þótt vér séum hlutlausir, sitjum
vér með verzlun vora og viðskifti eins og milli tveggja
elda, eða jafnvel tveggja varga, og er viðbúið, að
annarhvor eða báðir grandi oss. Englendingar, þessir
»verndarar smáþjóðanna«, er þykjast vera, hafa að
nokkru leyti bannað oss verzlunarviðskifti við Norð-
urlönd, en vilja láta oss skifta við sig eina og þá
lielzt þannig, að vér seljum þeim vöru vora ódýr-
ara en aðrir! Og er vér hlýðum þessu, sem vér,
lítihnagnarnir, auðvitað verðum að gera og siglum
skipum vorum til Englands, ja, þá koma kafbátarnir