Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Síða 58
248 Mercator: Danmörk og ísland. ]IÐUNN
Hvað mundi sagt um oss, ef vér færum eins að? Og
það eina, sem þeir þykjast þurfa að barma sér yfir
í þessu efni, er það, að þeir liafi nú ekki lengur
neinn hagnað af verzlun vorri og fái nú ekki lengur
innfluttar »hinar góðu og tiltölulega ódýru matvörur«
vorar(I). Þetla er sagl berum orðum í greininni, en
lítið minst á hitt nema á einum stað og þá að eins
sem aukaatriði, hversu mikið tjón vér höfum af
þessu öllu saman, og alls ekki minst á það einu
orði, að Danir séu nú sjálfir i einu sem öðru farnir
að fara með oss sem útlendinga og útlent ríki.
En vér hörmum þetta alls ekki. Og mikið skal til'
mikils vinna, ef Danir fara nú upp frá þessu að látat
sér skiljast betur sjálfstæðiskröfur vorar. Og það er
sýnt nú í stríðinu, að vér verðum að sjá fyrir os&
sjálfir, því að Danir veita oss ekkert lið og láta os&
meira að segja verra en afskiftalausa. Þeir eiga nóg
með sjálfa sig. En getum vér einir séð oss farborða
á ófriðartímum, þá er líklegt, að vér getum það líka
á friðarlímum, einkum þó þegar sá, sem hefði átt að
halda verndarhendinni yfir oss, hugsar ekki um annað
en sinn eiginn hag, hagnaðinn af verzlunarviðskiftunum t
Vöruverð
í Kaupmannahöfn ogr Reykjavik
júlí—oktbr. 1916.
Það kann að þykja nógu fróðlegt að bera saman
útsöluverð á nokkrum vörum í Khöfn og Rvík mán-
uðina júlí, ág. og okt. i ár til þess að sjá, hversu mjög
vér eða réltara sagt kaupmenn vorir eru á undan