Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Blaðsíða 59
IÐUNN]
Vöruverð.
249'
eða eftir stéttarbræðrum sínum í Khöfn í verðlagú
Þær vörur, sem ekki eru fengnar beint frá Ameríku,
koma nú víst flestar frá Khöfn og því er nógu gaman
að bera saman vöruverð hér og þar. Aðgætandi er,.
að það er útsöluverðið á báðum slöðunum, sem hér
er talið, en kaupmenn vorir fá náttúrlega vöruna
með innkaupsverði. Svo bætist farmgjaldið við —
sem kaupmenn vorir kenna mestri vöruhækkuninni
um, farmgjaldið með skipum Sameinaða félagsins og.
Eimskipafélags íslands, en það er eins og kunnugt
er eitthvert lægsla farmgjaldið, sem nú er til í Evrópu,.
og þó komumst við svo hátt í vöruverðinu.
Hér er vöruverðið i Khöfn selt í miðdálkinn, ágúst,.
svo að menn geti séð, bæði hvað varan kostaði rétt
á undan í Reykjavík, nefnilega í júlímán., og rétt á
eftir, í októbermán., þegar haustvörurnar eru komnar
hingað.
Rvk i júlí au. Khöfn i ágúst nu. Rvk i oktbr. au.
Rúgbrauð, í Rv. 3 kg., í Kh. 4 kg. 90 88 100
Flórmél 45 37 47
Kartöílumél 88 82 95
Hrísgrjón 40 62 43
Sagógrjón 79 81 88
Högginn melís 79 54 87
Strausykur 70 47 77
Iíaffi 244 245 246
Te 583 437 578
Þurkuð epli 190 154 206
Þurkaðar apríkósur 223 182 230
Sveskjur 150 155 166
Rúsínur 147 142 170
Smjörlíki 144 154 166