Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Page 61
iðunnI
Magnús Stephensen
áttræður.
Undirskrifaður var ritari við landshöfðingjadæmið
siðustu ár þess; varð ritari Magnúsar Stephensen
1896. Því hefi ég verið beðinn að skrifa fáein orð
með mynd þeirri af honum, er hér er sett. Það, sem
hér er sagt, verður og helzt um það, hvernig hann
hom mér fyrir á þeim árunum, 1896 til 1904, enda
hafði ég áður eigi haft nein persónuleg kynni af
honum.
Það sem ég tók þá fyrst eftir, og svo hygg ég flest-
nm farið hafa, sem kyntust honum, það voru vits-
munir mannsins og kraftur. — Fjölhæfi gáfna hans
og skýrleikur frábær, greindin fram úr skarandi glögg,
og framsetning gagnorð og með afbrigðum ljós. Hann
Var allra manna íljótastur að átta sig á hverju því
máli, er fyrir hann kom. Það varð ég einatt var við.
Þegar ég hafði reynt að greiða, honum til hægðar-
auka, eitthvert mál er mér fanst flókið, þóttist hafa
brotið það til mergjar og fór að reifa málið fjuir
honum, þá var það ekki einungis svo, að mér fanst
hann skilja þetla þegar í stað betur en ég, heldur
virtist hann þekkja alt málið út í æsar, og það þótt
cg vissi, að hann hefði ekkert kynt sér það áður.
Um þetta hefir gamall þingmaður, er ég hefi þekt
cinna glöggastan á hæfileika manna sagt í skrifi,
óprentuðu, um Magnús Stephensen: »Fljótasti maður
að átta sig allra þeirra, er ég hefi þekt. Hefði orðið
háskalega heppinn málsækjandi og málverjandi. Eg
vil nota lilla líking ekki svo fjarri sanni. Heilabú
hans var hylki með ótalmörgum skúffum. Þær féllu