Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Síða 70
260
Skáldið
[ IÐUNN
helmingi stærri en gamla útgáfan. Og í úlgáfu þessari
er að líkindum alt það, er höf hefir hirt um að birt
yrði eftir sig bæði að frumsömdu og þýðingum. Bók-
inni er skift í kafla eflir efni kvæðanna. En menn
verða að virða mér það á hægri veg, þótt ég fari
ekki eflir þessari ónáttúrlegu flokkun, sem oft og
einatt rífur það í sundur, er saman á. Ég kýs heldur
að fara eftir því innra samhengi, sem mér finst ég
finna í skáldskap höf. Og þýðingarnar hleyp ég alveg
yfir, þótt sumar séu afbragðsgóðar, eins og t. d. kafl-
inn, sem hann hefir þýtt úr »Brandi«, og sumar að-
finningarverðar eins og t. d. »Keisaraliðarnir« (sbr.
vísuorðið: — »herliðið mikla var knosað og kneik l«])
o. s. frv., bls. 211). Þýðingarnar munu þó yfirleitt
vera góðar og sumar afbragð. En nú fer ég minna
ferða, hvort sem lesarinn vill fylgja mér eftir eða ekki.
Virðum þá fyrst fyrir okkur fornkunningjana, björtu
og lifsglöðu Ijóðin; en síðan hitt, sem er svo við-
kvæmt og alvarlegt, að varla má við það koma.
Ást Hannesar Hafsteins til ættjarðarinnar hefir jafnan
verið björt og sterk. Og hún var aldrei sýkt neinum
fortíðardrauinum. Landið stóð jafnan fyrir hugskots-
sjónum hans eins og mey eða móðir, er hann sjálfur
feldi hug til og elskaði. Belta kemur þegar fram í
fyrsta kvæði hans, er birtist í »Nönnu« Jóns Ólafs-
sonar 1881, en er nú prentað í fyrsta sinn í ljóðum
hans og eins og vera bar á fremstu síðu:
Ég elska pig bæði sem móður og mey,
sem mögur og ástfanginn drengur o. s. frv.
Ég hefði þó ekki getið þessa kvæðis sérstaklega,
ef þar hefði ekld þegar farið að bóla á aðaleinkenni
og aðalstyrkleika hans bæði sem náltúruskálds og
ástaskálds, sem sé því að lýsa náttúrunni sem mey
og jafnvel sjálfri meynni og ástum hennar sem ein-
1) Pótt orö þessi finnist i oröabókum, er það ljólt mál.