Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Síða 71
IÐUNN]
Hannes Hafstein.
261
hverskonar náttúrufyrirbrigði. Þetta kemur svo átak-
anlega vel og fallega frani í fyrsta ástakvæði hans
»Sjóferðin«:
Ég uni á flughröðu fleyi
við elskandi hót
hjá inndælli srót.
Pótt hallist, þá hræoist hún eigi,
en brosir svo dátt,
er hrönn lyftist hátt.
Og seglið er fult eins og svellandi barmur,
og særinn er kvikur sem ólgandi blóð;
sem andblær í kossum er vindurinn varmur
og viðkvæmt í byrnum er skipið
sem ósnortið eiskandi íljóð.
Auk þess sem kvæði þetta er ágætt dæmi þess,
hversu þýðlega islenzkan getur velt sér fram hjá
þessu skáldi í breiðuin bylgjum ríins og stuðla, er
í'átt sem lýsir betur þessari einkunn höf. að blása lífi og
anda jafnvel í dauða hlutina eins og þessar ljóðlínur:
— sem andblær í kossum er vindurinn varmur
og viðkvæmt í byrnum er skipið
sem ósnortið elskandi íljóð.
En því til sönnunar, að þetta sé skáldinu eiginlegt
og hafi fylgt honum alla æfi er það, að hann nú á
síðari árum hefir breylt kvæðinu »Tinnudökka hárið
hrökkur«, sem liann nú nefnir »Dökk«, þannig:
Tíðum hjartans undiralda hefur
upp og niður barminn ríka, mjúka,
eins og þegar brim í sævi sefur,
svæft um stund, en búið til að rjúka.
Hvergi kemur þó, að mér finst, þessi lýsing á mey
og móðurláði jafn fagurlega fram eins og í fegursta
ferðakvæðinu hans, sem mér þykir, »Af Vatns-
skarði«, þar sem hann lýsir föðursveit sinni, Skaga-
firði, sveipaðri morgunþokunni, þannig: