Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Síða 73
IÐUNN]
Hannes Hafstein.
263
mannsins, en sannrar ástar, því að hún kemur fyrst
síðar. Honum þykir þá á því skeiði bara gaman að
því að l^'sa ástamálum og fíflast við stúlkurnar (sbr.:
»Mólið«, þetta inndæla og leikandi lipra kvæði, og
»Svalar veigar«, »Á misvíxl«, »Ég sé þig. — Sjónir
hlæja« o. 11. o. 11.). Og þó er enginn efl á því,
að ástin hefir snortið hann í bili, og það oftar
en einusinni, (sbr.: »Ljósir lokkar«, og þau tvö kvæði,
sem nú eru prentuð hér í fyrsta sinni: »Snöggvast«;
»Kystu mig«, en sérstaklega þó hið fagra kvæði: »Ást
og ótti«, þar sem verulegrar ástar virðist kenna í
fyrsta sinni. Ef til vill er það upphafið að ástinni
miklu, er síðar greip hann:
Það stingur mig í hjartað eins og ör,
felst ef til vill i bylgjum sálar minnar,
eitthvað sem kynni að setja fingraför
á fagurhreinan spegil sálar þinnar.
Maður, sem segir þetta, þarf ekki að afneita æsku-
brekum sinum, og hefði sízt af öllu átt að stinga
einhverju bezta gleðiljóðinu sínu undir stól. En þetta
hefir höf. þó gert einmitt við eitt hið lífsglaðasta og
glæsilegasta kvæði sitt »Gleði«. E*að er felt burt úr
bókinni. Hafi einhver fengið hann til þessa, var það
ekki rétt gert; því að enn mun margur æskumaður-
inn kveða:
Hvað gef ég um glampandi skálar,
hvað gef ég um vinkæti, ég,
sem kossa fæ kyssandi sálar
og kætina lifandi að hjarta mér dreg.
Svona geta menn ort, og þurfa ekki að skammast
sín fyrir, þótt þeir síðar á æfinni unni einni konu
og að eins einni. En látum nú ástaskáldið hvíla um
stund, þangað til hinn mikli Eros kernur yfir hann.
En þá er vínskáldið.