Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Síða 74
264
Skáldið
[IÐUNN
Við, sem nú erum miðaldra og munum stúdenta-
hófin, eins og þau gerðust bezt, við eigum ofur auð-
velt með að hugsa okkur inn í þessi kvæði og þann
gleðskap, er jafnaðarlega var þeim samfara. Hann
kveikti svo oft ljós í lífi okkar og huga, kendi okkur
að brynjast gegn öllu því, sem ilt var og andstætt,
en ól hjá okkur fyrirlitningu á hræsni og oddborg-
araskap. Enn má heyra óminn af stúdentasöngunum,
en að eins óminn. Þá var oft og einatt sungið, þegar
sumblið hófst:
Hver sólbjört meyja sofnuð er
og sefur vært og rótt;
vér skulum, sveinar, sitja hér
og syngja í alla nótt.
En hvað var svo sungið þessu næst? Auðvitað
hinn goðborni, ógleymanlegi »vinsálmur« H. H., þessi
fögru Ijóð, sem menn helzt gætu haldið að væri
orðin til undir sólþrungnum suðurliimni, en ekki
hér nyrðst norður á lijara veraldar:
Guð lét fögur vinber vaxa,
vildi gleðja dapran heim;
gefið hafði’ hann gnægðir axa,
góðar lijarðir, nógan seim.
Þreyttust menn við bú að baxa,
blóðið varð svo dökt í þeim.
Pá lét drottinn vínið vaxa,
vildi gleðja dapran heim.
Og sjaldan gleymdum við og að syngja: »Hrafninn
flýgur um aftaninn«. Og þá var ekki síður sunginn
»Þórður kakali« með viðkvæðinu:
Svik þú aldrei
ættland þitt í trygðum.
Drekk þu heldur,
drekk þig heldur í hel.