Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Side 76
266
Skáldið
[ iðunn
Eða hinnar stórfeldu ímjrndar, er skáldið og sam-
ferðasveitin sofa við Geysi og heyra dunurnar í
hvernum:
hún kemur, hún brýzt fram, hún byltir sér
vor bundna framtíöarsál.
En svo, er gosið kemur, og alt
— brast að ofan og bugaðist þar,
hver bunan annari hratt
uns máttlaust, sífrandi soðvatn
í sömu holuna datt,
— þá er það jafn snjöll ímynd þolleysis vors og
ístöðuleysis. Því þurfum vér »á stað þar sem storm-
urinn hvín og steypiregn gerir hörund vott, svo
þeir geti skolfið og skammast sín, sem skjálfa vilja.
í*að er þeim gott«. Það reynir einatt á þrekið og
karlmenskuna á ferðalögum, og það er víðar en við
Valagilsá, að menn geta sagt:
Ég ætla að sjá hvað setur,
hvort sjóðandi straumiðufall
eða brjóstþrekinn klár hefur betur.
En inndælt er að ferðast, og margt kennir það
manni, meðal annars að nota »hinn bráðfieyga án-
ingarfrest« og þá ekki síður hitt: »að komast sem
fyrst og komast sem lengst, er kapp þess sem langt
á að fara«:
Nú ætlum vér fram. Hver sem undir það gengst
mun aldregi skeiðfærið spara.
Og þannig kennir töluverðrar lífsspeki einmitt í
ferðakvæðum H. H. Og eílaust hefir hann sjálfur
verið ferðamaður með lífi og sál. En þó kýs ég mér
einna lielzt að hugsa mér hann standa eða sitja við
einhvern fossinn og stara í slraumkaslið: