Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Síða 80
270
Skáldið
| iðunn
Hátt á hafjakatind
bar við himinlind
þann er hafskipsins ábyrgð bar.
Hann stóð uppi þar einn,
meðan andvarinn hreinn
gaf útsýn um helkreptan mar.
Hann kallar, hann bendir, — liann bandar með hönd,
hann býður: — stýrið norð-vest.
En: — ísinn rak suður i heitari höf
með hann, er þar sigrandi dó.
Og hafið, sem einnig bjó hafisnum gröf,
að hjarta sér þrekmennið dró.
Svo var saga hetjunnar í ísnum. En saga skáldsins
átti eftir að verða öll önnur og átakanlega mikið
raunalegri en þetta. Hann átti eftir að missa það,
sem hann ann meira en líflnu í sínu eigin brjósti,
— vorbrúðina sína. Sumurin eru eins og kunnugt er
stutt á íslandi, þótt þau geti stundum verið fögur
eins og æfisumar þessa manns óneitanlega hefir verið.
En svo haustar að, áður en varir, og þá kemur
kuldanepjan og dauðinn. Þessi heittelskaða eiginkona
deyr á miðju skeiði lífs síns, skömmu eftir að hún
hefir gefið manni sínum soninn margþráða öðru sinni
og þá — —. Ja, hver getur lýst ofurmagni sorgar-
innar nema sá, er sjálfur verður fyrir henni? Þá
titrar hjarta skáldsins í fyrsta sinn á æfinni af ógn
og skelfing. Honum finst sem sér sé að blæða út og.
þá yrkir hann:
— Peir livítu svanir syngja
i sárum Ijóð sín hlý.
Pótt bjartar fjaðrir felli,
þeir fieygir verða’ á ný.
En valur vængjarúinn
ei verður fieygur meir.
Hann bíður, beiskju þrunginn,
uns blæðir út og deyr.