Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Síða 84
274
Ritsjá
t iðunn
sem hún geymir af helztu kaupstöðum landsins frá pví um
aldamótin 1900. Og siðast en ekki sizt er bókin næsta góð
matarkaup nú í dýrtíðinni — einar 2 kr. 50 au.! — í sam-
anburði við 10 og 15 kr. bækurnar, sem nú eru farnar að
tíðkast. Hver veit nema árbókin eigi eftir að færa oss hvert
hnossgætið á fætur öðru, eftir pví sem árin líða.
A. H. B.
Tirrarit Verkfræðingafélags íslands, L
árg., 3. h. (Árg. 4 h. á 2,00).
Nýtt tímarit — eitt af átján. — Enn sú blessuð tímarila-
öld! hugsar »Iðunn« og pó alveg kalalaust til keppinaut-
anna. Öll timarit, sem eitthvað nýtilegt liafa að flytja, mega
lifa og eiga að lifa. Ekki hefir »Iðunn« séð nema eitt hefti
af pessu tímariti og getur pví ekki kveðið upp neinn dóm
yfir pvi. í pessu hefti eru 4 greinar; sú fyrsta: Um mæling
Reykjavíkurbæjar 1915, eftir Ólaf Þorsteinsson, verkfræðing
á fremur slakri íslenzku (basislína — samtengja — nivel-
lera — órientera — hvorn í stað: hvern o. fl.); önnur og
priðja greinin á dönsku'): Um vitakerfi íslands, eftir
Krabbe, og Vélstjóraskólann nýstofnaða, eftir M. E. Jessen;
fjórða er smágrein um loftskeytastöðina fyrirhuguðu á Mel-
unum í Rvk. Priðja greinin er veigamest og bezt. Samkv.
henni voru í nóvember 1915 komnir alls 22 vitar, sero
reknir eru á landssjóðskostnað. Samtals er búið að eyða
til vita, síðan fyrst var farið að byggja pá, úr landssjóði
kr. 380,716. Þeir gefa nú af sér árlega milli 55 og 60,000 kr.;
en rekstrar- og viðhaldskostnaður á pessum 22 vitum er
hér um bil 23,000 kr. árlega. Á. IJ. B.
Hagskýrslur íslands. Búnaðarskýrslur árií>
1915, Rvk 1916.
Óvenjulega snyrtilegur er allur frágangur á pessum hag-
skýrslum vorum orðinn, siðan Hagstofan komst á fót, og
1) Er það ekki orðið lieimtandi af cmbættismönnum og starfsmönn-
nm þcssa lands, að þeir riti á islcnzku? Mér finst það.