Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Side 91
IÐUNN]
Ritsjá.
281
legu náðargáfur frumkristninnar, taka pær upp til rann-
sóknar og til pess að skýra þær og kenna oss að skilja
þær. Stundum er naumast unt að verjast þeirri hugsun, að
svo breytt sé kristnin orðin, að þegar hún birlist einhvers-
staðar í sinni upphaflegu mynd, þá kannist kristnir menn
ekki við hana aftur«.
Enn fremur heldur höf. þvi fram, að kirkjan megi ekki
ganga fram hjá þessum rannsóknum, af því að þær séu nú
þegar farnar »að valda andlegum straumhvörf'um með
mörgum þeim mönnum, sem öðrum fremur eru andlegir
leiðtogar þjóðanna« (bls. 66), enda heitir einn fyrirlestur-
inn: »Ahrif sálarrannsóknanna á hinar kristilegu trúarhug-
myndir«. Rar sýnir hann meðal annars, hvernig fjarhrifa-
uppgötvunin breyti hugmyndum manna um ábyrgðina;
að hún geri inn blásturshugmy ndina eigi að eins senni-
lega, heldur skýri hana líka; og að hún geri oss bæn-
heyrsluna skiljanlegri. »Eitt af því, sem sálarrannsókn-
irnar vafalaust rnunu kenna mönnunum, er að leggja sem
innilegasta rækt við bænina« (bls. 72). Enn frernur sýnir
hann í þeim fyrirlestri, hve stórkostleg áhrif sálarrann-
sóknirnar hafi haft á upprisuliugmyndina, og að þær
muni vafalaust laga rangar hugmyndir manna um lífið
eftir dauðann.
í 2. fyrirlestrinum — sem mestur er um dásamlegan at-
burð, er gerðist á Englandi nú fyrir 4 áruin, getið var um
i öflum helztu blöðum Engfands og staðfestur er með vott-
orðum ýmissa manna, þar á meðal tveggja lækna og þriggja
lijúkrunarkvenna — lýsir höf. afstöðu sinni til krafta-
verkanna. Hvað er það, sem gerði frumkristnina svo
fagra? spyr hann. Iiann neitar því, að það liaíi verið trú-
arjátningar, eða nákvæmlega ú'hugsuð kenningarkerfi. wRað
var framar öllu öðru: kraftaverkin, dásamlegir atburðir,
sem gripu svo hugi manna, að tilveran ölf varð önnur í
augum þeirra« (bls. 32). Hann kveðst yfiileitt trúa því, að
þessir alburðir hafi gerst. »Ég hcld«, segir hann, »að var-
liugavert sé að neita nokkurum af kraftaverkasögum n. tm.,
þótt sumar þeirra kunni að vera eitthvað ýktar og úr iagi
færöar. Ég held, að sumum nýguðfræðingunum skjátlist
stórlega, er þeir vilja telja mikið af þeim ýkjur og helgi-