Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Page 96
286
Ritsjá.
IIÐUNN
komin i fallegt band, enda er hún, eins og menn vita, eitt
af meistaraverkum heimsbókmentanna. Og útgáfan er
prýöileg. Á. II. B.
Lárus II. Bjarnason: Oversigt over island-
ske Love, 1915 (sérprentun úr »Tidsskrift for
Retsvidenskab«).
Framhald af hinu árlega yflrliti pessa höf., er hann gefur
mönnum á Norðurlöndum yflr ísl. löggjöf, og væri ekkf
óparfi, ef eitthvað svipað væri ritað árlega á íslenzku. Yflr-
litið. sem einkum ræðir um stjórnarskrárbreytingarnar, er
glögt og gagnort. Á. II. B.
Stjórnarskrá íslands og Þingsköp Al-
þingis. Rvk. 1916.
Stjórnarskráin nýja og pingsköpin snyrtilega útgefin »
góðan pappír, með greinilegu og skiru letri, tilvitnunum i
greinar hinna eldri stjórnarskipunarlaga og fyrirsögnum á
spássium við hverja grein pingskapanna. Virðist vera einkar
vandvirknislega útgefin. Á. H. B.
Porl. II. Bjarnason: Fornaldarsaga handa
æðri skólum. Rvk. 1916. Sigf. Eymundsson.
Fetta mun vera upphafið að almennri mannkynssögu
handa æðri skólum, og er ekki vanpörf á, pví að saga
Páls Melsteð, pótt hún pætti góð á sinum tíma, mundi nú
víðast hvar pykja orðin úrelt, en aftur á móti nauðsyn á,.
að mannkynssagan sé á móðurmálinu, en ekki eins og
hingað til hefir tiðkast á dönsku. Hvernig höf. hefir tekist
fyrsti pátturinn, Fornaldarsagan, ber ekki mér, bróður
hans, að dæma um, heldur læt ég aðra um pað og bendi
að eins á bókina. Á. H. B.