Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 10

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 10
168 Guðm. Finnbogason: IÐUNN sameignarinnar, þá skilja allir, að frægð eins verpur ljóma yfir alla heildina, og sú tilfinning er ekkert tál. Þjóðin verður fræg af börnum sínum, og þau af þjóð- inni. Hvar sem sonur eða dóttir frægrar þjóðar kemur, þá er frægð þjóðarinnar komin á undan og gerir bjart og hlýtt í kringum þau. Svo mikils virði er frægðin. Eg vildi óska, að gleði yfir vaxandi frægð mætti falla þjóð vorri í skaut í æ ríkari mæli á komandi árum og verða oss afl til nýrra frægðarverka. Og það er sann- færing mín, að svo verður, ef vér þekkjum vorn vitj- unartíma. En þar til heyrir fyrst og fremst, að vér glæð- um en slökkvum ekki þann eldinn, sem þjóð vorri hefir mest frægð af staðið á umliðnum öldum, en það eru bókmentir, vísindi, listir og íþróttir. Frægðin af afreks- verkum í þeim greinum nær jafnan víðast og varir lengst allrar frægðar, eins og eg áður benti á. Hún hefir verið vor eina frægð. Og meðan þjóð vor heldur áfram að geta sér góðan orðstír fyrir mannvit og mentir, þá er hún á framtíðarvegi. Þeir sem reyna fyrst og fremst að spara á þessum lið þegar eitthvað herðir að, þeir breyta móti lögmáli lífsins sjálfs, því lögmáli sem líkami vor fylgir þegar á reynir. Því að vitið þér hvernig fer þegar maður sveltur lengi? Það hefir verið rannsakað. Öll líf- færin rýrna smátt og smátt, unz maðurinn er lítið annað en skinnið og beinin — öll líffærin nema taugakerfið. Það rýrnar svo sem ekkert. Iiin líffærin fórna sér fyrir það, fórna sér fyrir bústað og verkfæri andans, og sanna þar með, að lífið metur störf andans mest. Þetta lög- mál virðist hafa verið ritað í hjarta þjóðar vorrar á um- liðnum öldum. Hún hefir oft soltið og stundum verið nær dauöa en lífi, en hún hefir iðkað það réttlæti, sem til lífsins leiðir, hún hefir ekki haft magann fyrir sinn guð og fórnað heilanum fyrir hann. Hún hefir jafnvel í

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.