Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 13

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 13
IÐUNN Ferðalok. 171 kvað þau enn of ung til að það mál yrði bundið fast- mælum þá þegar. Framtíðin var óviss, kvað hann, og réttast að sjá hverju fram yndi um hag þeirra á næstu árum og hvort þau bæru þá trygð hvort til annars. Vildi hann ekki heita Jónasi meynni að sinni. Séra Halldór Björnsson frá Eyjardalsá, faðir séra Björns í Laufási föður Þórhalls byskups, var aðstoðar- prestur Gunnars eldra Hallgrímssonar. Hann var kvænt- ur maður og bjó á Skarði þar í sókninni. Arið 1831 varð hann prestur á Eyjardalsá og misti sama árið konu sína. Beiddi hann nú Þóru Gunnarsdóttur og var hún þá gjafvaxta, rúmlega tvítug að aldri. Hún unni mjög Jónasi og vildi bíða þess að þau gætu ázt. Höfðu þau skrifast á eftir samfylgdina um vorið. Jónas var í Reykja- vík, var þar 1829—32 skrifari hjá Ulstrup land- og bæjarfógeta, en sumarið 1832 fór hann utan til Hafnar. Var Þóra nú heitin séra Halldóri og giftist hún honum haustið 1834, en hálfnauðug. Var hún þá 22 ára, en Hall- dór 36. Faðir hennar giftist þá um leið, 53 ára, og var kona hans, Jóhanna Gunnlögsdóttir Briem, ári yngri en Þóra. Það sem eftir var ævi Jónasar bjuggu þau séra Hall- dór og Þóra á Eyjardalsá. Áttu þau eina dóttur barna, er Þórunn Sigríður hét og var hún heitin eftir fyrri konu Halldórs prests. Jónas dó í Kaupmannahöfn vorið 1845. Skömmu áður birti hann í Fjölni, 8. árg., kvæði eftir sig, sem hann kallaði Ferðalok. Það er til enn, í bókinni 13 fol. í handrs. Bmf. í Landsbókasafninu, í eiginhandarriti hans. Hann hefir fyrst nefnt það Astin mín, síðan Gömul saga og loks Ferðaloli.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.