Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 14
172 Matthías Þórðarson: IÐUNN Kvæðið er þannig: Astarstjörnu yfir Hraundranga skýla næturský; hló hún á himni, hryggur þráir sveinn í djúpum dali. Veit eg hvar von öll og veröld mín glædd er guðsloga. Hlekki brýt eg hugar og heilum mér fleygi faðm þinn í. Sekk eg mér og sé eg í sálu þér og lífi þínu lifi; andartak sérhvert,1) sem ann þér guð, finn eg í heitu hjarta. Tindum við á fjalli, tvö vorum saman, blóm í hárri hlíð; knýtti ég kerfi og í kjöltu þér lagði ljúfar gjafir. Hlóðstu mér að höfði hringum ilmandi bjartra blágrasa, einn af öðrum, og að öllu dáðist,2) og greipst þá aftur af. Hlógum við á heiði, himinn glaðnaði fagur á fjallabrún; alls yndi þótti mér ekki vera utan voru lífi lifa.3) Grétu þá í Iautu góðir blómálfar, skilnað okkarn skildu;4) dögg það við hugðum og dropa kalda 5 6) kystum úr krossgrasi. Hélt eg þér á hesti í hörðum sfraumi, og fann til fullnustu, blómknapp þann gæti °) eg7) borið og varið 8) öll yfir æviskeið. 1) Fyrst ritað hvert. 2) Sýnist breytt síðar í dáist. 3) Sbr. Hávamál, 98 er. 4) Skildu vorn í handritinu. 5) Hreina skrifað yfir, en strikað út aftur. 6) Breyft síðar í geti. 7) Sett í upphaf 7. Ijóðlínu í handritinu. 8) Svo í 1. og öllum útgáfum, en í handritinu friðað.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.