Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 15

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 15
IÐUNN Ferðalok. 173 Greiddi ég þér lokka við Galtará ■) ástarstjarna yfir Hraundranga skín á bak við ský.5) vel og vandlega; brosa1 2) blómvarir, blika sjónstjörnur,3) roðnar4) heitur hlýr. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð aðskilið. Fjær er nú fagurri fylgd þinni sveinn í djúpum dali; Þegar Þóra heyrði fyrst lesið kvæðið skildi hún við hverja höfundurinn átti og kvaðst nú sjá, hve heitt ]ónas hefði unnað sér og að hann hefði enn ekki gleymt sér. Sáu menn nú, að hún varð harmþrungin mjög, og »lagði sig upp í rúm«. Sagt er með sannindum, að þetta hafi verið í brúðkaupsveizlu einni. Árið 1840 varð séra Halldór prófastur í Þingeyjar- sýslu og var 1847 veitt Sauðanes; var hann þar prestur til dauðadags. Móðir Þóru giftist og fór hún og maður hennar norður til Þóru. Þeir voru vinir miklir, séra Benedikt prófastur Vig- fússon á Hólum og séra Halldór prófastur á Sauðanesi. Var það snemma af ráðið, að Jón, sonur séra Bene- dikts, og Sigríður, dóttir séra Halldórs, skyldu eigast. Voru þau jafnaldra. Þau giftust 22 ára að aldri árið 1859 og bjuggu á Hólum. Var Benedikt prófastur tal- inn með auðugustu mönnum á Norðurlandi, en ]ón 1) Fellur í Blöndu að austan á Eyvindarstaðaheiði. 2) Fyrst ritað brostu. 3) Fyrst ritað blikuðu stjörnur. 4) Breytt úr roðnaði. 5) Þessi vísuhelmingur fyrst ritaður eins og í 1. er., en breytt síðar.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.