Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 25

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 25
IÐUNN Sjóorustan við ]ótland. 183 að komast öftust í línu Jellicoes, urðu þau þá fyrir ákafri skothríð frá öllum flota Þjóðverja, er einnig var að snúa vestur, frá Bretum og skemdust talsvert við það. Hood reyndi að komast í línu vígdreka Beattys’, við það komst hann nærri »Lutzow« og »Derfflinger« er söktu skipi hans »Invincible«, kl. 6,33. Fórst Hood þar og öll skipshöfn hans nema 8 menn. Sagði Beatty síðar að hann hefði komið fram í orustunni eins og sæmdi manni af hinni frægu sjóhetjuætt. En einn af forfeðrum Hoods var flotaforingi í liði Nelsons og barðist með honum við Abukir. Hin tvö skip Hoods komust í línu vígdreka Beatty’s og börðust með honum það sem eftir var orustunnar. Nú kom það atvik fyrir, sem að vísu engin áhrif hafði á úrslit orustunnar, en verður þó að teljast eitt af mörg- um óhöppum Breta í orustunni, þar sem það sýnist hafa verið algerlega óþarft. Með flota Breta voru 8 bryn- varin beitiskip, eru það allmikil skip en öldungis ónýt í viðureign við orustuskip og vígdreka. (Það voru slík skip er hingað komu í fyrra »Richmond« og »Raleigh« með amerísku flugmönnunum, að vísu nokkuð stærri en þau er Bretar höfðu í Jótlandsorustunni). I þeim svifum er Jellicoe var að enda við að fylkja og Þjóð- verjar höfðu snúið vestur kom enski flotaforinginn R. Arbuthnot með 4 brynvarin beitiskip, »Defence«, War- rior«, »Blach Prince* og »Duke af Edinbrugh* vest- anað, beint í flasið í Þjóðverjum. Segja Bretar að hann muni hafa ætlað að reyna að skjóta tundurskeytum á Þjóðverja, en hitt er líklegt, að hann hafi alls ekki vitað hvar þeir voru, og ekki séð þá fyr en hann var kom- inn í drápsfæri við þá. »Defence« (foringjaskip) var þegar sökt, fórst Arbuthnot þar. »Duke of Edinburgh* komst undan á flótta, »Blach Prince« komst einnig

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.