Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 28

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 28
186 Þorsteinn Jónsson: IÐUNN London, sem ávalt vissi hvar von Scheer var með flot- ann. Þýski flotinn sigldi í góðu skipulagi yfir leið þá er Jellicoe hafði farið, bakvið aftasta skip hans, og slapp inn á tundurdufla svæði sitt við Hornrif. Þá var Jellicoe 30—40 mílur vestar með flota sinn á norðurleið. — Sagði Jellicoe, að ástæðan fyrir því að hann hefði snúið við, til norðurs, hefði verið sú, að floti sinn hefði verið tvístraður víðsvegar, að hann hefði ekki verið í sambandi við vígdrekana og tundurspillana, og að flota- stjórnin enska hefði tilkynt sér að þýskir kafbátar væru í nánd. Auk þess hafi skygni verið afarslæmt. — Um nóttina söktu Bretar þýska orustuskipinu >Pommern«, var það gamalt skip. »Lútzow« sökk og um nóttina, en Þjóðverjar björguðu þeim er eftir lifðu af skipshöfninni. Tveim þýskum beitiskipum, óbrynvörðum, var sökt, hétu þau »Rostock« og »Wiesbaden«. Bretar mistu nokkra tundurspilla. Af báðum flotum voru mörg þau skip er til hafnar komust stórskemd og lítt sjófær, sérstaklega vígdrekarnir, þó kvað meira að skemdum og mannfalli á breska flotanum, þeim er Beatty hafði yfir að ráða. Aðalfloti Jellicoes var nær skrámulaus, enda getur naum- ast kallast að hann tæki þátt í orustunni. — Þannig lauk hinni miklu Jótlandsorustu. VI. Eins og áður var getið þóttust báðir hafa unnið sigur í orustunni, Bretar og Þjóðverjar. Höfðu báðir nokkuð fil síns máls, en sannleikurinn er sá, að engin veruleg úrslit urðu. Bretar höfðu Þjóðverja í hendi sér, en not- uðu ekki tækifærið. Vafalítið er talið, að ef David Beatty hefði verið yfirforingi flota Breta, þá hefði þýski flotinn verið gereyddur, eða því sem næst. Sennilega hefði Beatty komið á vettvang búinn til orustu, en Jellicoe

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.