Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 31

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 31
IÐUNN Sjóorustan við Jótland. 189 höfn, og gerðu þeim þann geig, að þeir reyndu aldrei framar að etja kappi við aðalflota Englendinga. Nokkru eftir orustuna lét Jellicoe af stjórn flotans og hlaut embætti í flotastjórninni (1. sjó-lávarður) en D. Beatty tók við yfirstjórn flotans. Þorst. Jónsson. Skyrtu-söngurinn. Eftir Thomas Hood. Höf. þessa kvæðis var skotskur og var einn í hinni fögru og ■súgmiklu skáldafylkingu Englendinga, er fram kom á fyrri hluta 19. aldar. Sagt er að hann hafi alla æfi átt við fátækt og heilsuleysi að stríða. Og fátækur verkalýður átti alla tíð heita og óskifta samúð hans. Skáldskapur hans er einnkennilegt sambland gleði og sársauka. En þegar þetta kvæði kom: The song of the shirt, þá er sagt að öll enska þjóðin hafi staðið á öndinni og starað á Thomas Hood. Kvæðið varð heimsfrægt. En hann bað, að letrað ■yrði yfir gröf hans að honum látnum: Hann kvað Skyrtu-sönginn. Pýð. Með þreytta, hrörnandi hönd, með höfug augnalok þjáð sat fátækleg kona með bleika brá bogin við nál sína og þráð. — Sting — sting — sting! Svo fátæk og fagnaðarlaus! Um fallega skyrtu söng sem í draum svo klökk að hug við hraus.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.