Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 48

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 48
206 Magnús Jónsson: IÐUNN bera vott um, að sitt að hverju hafi komið fyrir yður á lífsleiðinni — bæði sorg og gleði og þesskonar. Gerið það nú fyrir mig að finna upp á einhverju. Myndirnar eru svo skemtilegar að ég er viss um að lesendurnir verða ekki kröfufrekir um tilefnið. En eitt- hvað verður það að heita til þess að brjóta ekki á móti tískunni. Og þá væri óneitanlega gaman að heyra eitt- hvað um það, sem framleitt hefir allar þessar kynja- myndir. Vðar með vinsemd og virðingu, Magnús Jónsson. Fylgiskjal II. Bréf frá hr. Friðfinni Guðjónssyni til ritstjóra Iðunnar: Herra ritstjóri! Með ánægju skal ég verða við tilmælum yðar, að skýra frá tilefninu til þess að myndir þessar komust í sýningarkassann hjá honum Lofti í Austurstræti. Myndirnar eru til orðnar í þeim tilgangi eingöngu, að vekja bros á andliti allra þeirra er leið áttu þar fram hjá. Þó hætt sé við að einhverjir hafi hrist höfuðið og hugsað sem svo: »Miklar............ömyndir eru það sem hann Loftur tekur*. — En hafi mér tekist að dreifa þunglyndi einhverra samborgara minna, þó ekki væri nema eina mínútu, þá daga sem myndirnar grettu sig framan í fólkið, þá er tilganginum náð, því létt lund og hressandi hlátur við og við lengir lífið. Hér er því ekki um neitt »jubilæum« að ræða, þó ég reyndar geti sagt yður það í trúnaði, að á þessu ári eru liðin 35 ár, síðan ég í fyrsta sinni »steig upp á pallinn«. Vðar með vinsemd og virðingu, Friðfinnur Guðjónsson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.