Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 51

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 51
IÐUNN GróÖur jarðar. 293 aflgjafi þjóðarinnar til öflugra og ágætara lífs. Án þeirra hefði hún aldrei fágað og varðveitt gimsteina heils kyn- þáttar og orðið honum menningarleg bjargvættur, aldrei átt Væringja er gerðust ötulustu og lífgjöfulustu sáðmenn hans til hags- og menningarbóta. En nú virðist sem mjög sé um stefnuhvörf að ræða í þessu atriði. Hér sé að vísu viðtökustöð enn, og hingað berist yfirgnæfandi þau eigindi frá umheiminum, er þar eru efst á baugi og mestu ráða. Hefir hér að framan verið nokkuðá það drepið. Risaöldur öfgamenningarinnar hafa náð alla leið að úthafsskerinu og skollið á þjóð þeirri, er þar býr. Er því tvísýni á hvort eigi vaxi henni yfir höfuð og hreki úr réttu horfi. Hún er nýlega komin út í lífið, í stefnu- leit, ótal margt kallar að og hún á bágt með að átta sig á öllu. Hún er sem sjófarandi í þoku, er hefir lengi siglt og eigi haft greinilega vitneskju um hvar hann er staddur. En nú er stormurinn kominn og þokunni léttir óðum. en þá eru vandkvæði stór að átta sig á hvert komið er, og vinda seglið að hún og taka ákveðna stefnu. En meðan hann er í óvissu, á stormurinn svo hægt með að bera hann úr leið. íslensku þjóðina er vissulega að reka úr leið. Hún er rifin að nokkru leyti upp úr eðlilegum jarðvegi. í því atriði nægir að benda á hlutfallið milli kaupstaða og sveita, sem á er minst hér að framan. En hið græna lífstréð hennar blómgast ekki á kauptúnamölinni í annar- legu andrúmslofti erlendrar froðumenningar. Þar var það ekki gróðursett í fyrstu og þangað hefir það aldrei þurft að sækja næringu. I sveitinni var það gróðursett fyrst, þar hefir það best dafnað í hafrænu og háfjallablæ. Þangað á hún að flytja frjóefnin, svo þau megi ná nýj- um og skrúðmiklum þroska. Þangað á hún að safna því besta, sem hún á; þar hefir hún varðveitt það og 19

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.