Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Síða 51

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Síða 51
IÐUNN GróÖur jarðar. 293 aflgjafi þjóðarinnar til öflugra og ágætara lífs. Án þeirra hefði hún aldrei fágað og varðveitt gimsteina heils kyn- þáttar og orðið honum menningarleg bjargvættur, aldrei átt Væringja er gerðust ötulustu og lífgjöfulustu sáðmenn hans til hags- og menningarbóta. En nú virðist sem mjög sé um stefnuhvörf að ræða í þessu atriði. Hér sé að vísu viðtökustöð enn, og hingað berist yfirgnæfandi þau eigindi frá umheiminum, er þar eru efst á baugi og mestu ráða. Hefir hér að framan verið nokkuðá það drepið. Risaöldur öfgamenningarinnar hafa náð alla leið að úthafsskerinu og skollið á þjóð þeirri, er þar býr. Er því tvísýni á hvort eigi vaxi henni yfir höfuð og hreki úr réttu horfi. Hún er nýlega komin út í lífið, í stefnu- leit, ótal margt kallar að og hún á bágt með að átta sig á öllu. Hún er sem sjófarandi í þoku, er hefir lengi siglt og eigi haft greinilega vitneskju um hvar hann er staddur. En nú er stormurinn kominn og þokunni léttir óðum. en þá eru vandkvæði stór að átta sig á hvert komið er, og vinda seglið að hún og taka ákveðna stefnu. En meðan hann er í óvissu, á stormurinn svo hægt með að bera hann úr leið. íslensku þjóðina er vissulega að reka úr leið. Hún er rifin að nokkru leyti upp úr eðlilegum jarðvegi. í því atriði nægir að benda á hlutfallið milli kaupstaða og sveita, sem á er minst hér að framan. En hið græna lífstréð hennar blómgast ekki á kauptúnamölinni í annar- legu andrúmslofti erlendrar froðumenningar. Þar var það ekki gróðursett í fyrstu og þangað hefir það aldrei þurft að sækja næringu. I sveitinni var það gróðursett fyrst, þar hefir það best dafnað í hafrænu og háfjallablæ. Þangað á hún að flytja frjóefnin, svo þau megi ná nýj- um og skrúðmiklum þroska. Þangað á hún að safna því besta, sem hún á; þar hefir hún varðveitt það og 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.