Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1929, Blaðsíða 69
iðunn
Menning, sem deyr?
63
eru reist, eitt öðru meira og stórfenglegra. ]árnbrautirnar,
sem liggja um löndin eins og net, er þéttist meir og
meir, skipaskurðirnir miklu, jarðgöng og brýr — alt
svarar þetta til hliðstæðra framkvæmda með Rómverj-
um: veganna, er þeir lögðu um ríki sitt, vatnsleiðslanna
stórkostlegu og flotbrúnna. — Nílar-áveitan mikla,
Panama-skurðurinn, auðnám Indlands — eru ekki öll
þessi stórvirki eins og sniðin eftir rómverskri fyrirmynd?
Á gróskeiði menningar er orku andans beint inn á
við, — á hnignunarskeiðinu út á við. Fyrir innsæi skildi
Platon sál síns tíma. Aristoteles kom og batt speki
Platons í kerfi, gerði hana að vísindum og þar með að
yfirborðsfyrirbrigði. Sama hlutverk hafa þeir Goethe og
Kant í vestrænni menningu. í »Faust« sá Goethe í skáld-
legri sýn alla leið inn að lífskjarna þeirrar menningar,
er ól hann. Svo kom Kant og gerði úr því heimspeki-
kerfi. Með Kant stöðvast þroski hinnar vestrænu menn-
ingar. Síðan hefir hallað undan fæti, hnignunarmerkin
komið í ljós fleiri og fleiri og æ skýrar. Menning nú-
tímans er dauðadæmd. Haustið er þegar komið og vet-
urinn fer í hönd. Ekkert getur bjargað henni. Hún verð-
ur að lúta hinum eilífu lögum lífs og dauða. Eftir svo
sem tvær—þrjár aldir er hún úr sögunni.
A sviði andans er í raun og veru ekkert meira að
9era, er sé manni samboðið — ekki annað en að safna
þurrum fróðleik, raða í kerfi þýðingarlitlum staðreyndum
og semja skrár yfir söfn. Það er ófrjó safnavinna fyrir
prófessora og grúskara og lifibrauð fyrir prentara og
bókbindara. Spengler segir: Ef unga kynslóðin fyrir á-
hrif þessarar bókar kýs vélfræði í stað ljóðagerðar, stöðu
í sjóhernum í stað félagsskapar í bandalagi listamanna,
atvinnupólitík í stað háspeki, þá fer hún einmitt að mín-
um ráðum; það er ekki hægt að óska henni neins betra.