Kirkjuritið - 01.04.1935, Síða 15
Kirkjuritið.
Stanley Jones.
135
af bókum sínum. Mér er kunnugt um allmarga menn
hér heima, sem nefna nafn lians með þakklæti og að-
dáun, vegna þeirra góðu áhrifa, sem bækur hans liafa
flutt þeim. Við lestur rita hans höfum vér skynjað kraft
þeirrar trúar, sem er alt í senn, ákveðin og skýr, en jafn-
framt frjálslynd og víðsýn, mild og kærleiksrík. Andinn
í bókum hans minnir á orð Páls postula: „Frjálslega
tölum vér við yður, Korintumenn; rúmt er í hjarta
voru“ (2. Kor. 6, 11.). Vér finnum þar hjartaslög þess
Guðs manns, sem hefir aflað sér vizku og þekkingar, og
hertekið hverja liugsun til hlýðni við Krist. Þess vegna
hefir starfsbraut hans orðið sigurför, alstaðar þar sem
hann hefir gert sig kunnan. Á íslenzku hefir séra Hall-
dór Kolbeins á Stað í Súgandafirði þýtt þá ágætu bók,
sem heitir: „Kristur á végum Indlands“. Það var fyrsta
bók Stanley Jones, sem vakti athygli allrar veraldarinn-
ar. Og frá annarri bók hans, hinni síðustu, sem hér er
kunn, hefir séra Friðrilc Hallgrímsson sagt nokkuð í út-
varpserindi, sem hann nefndi: „Kristur og mótlætið“,
eftir bókinni sjálfri, sem heitir á enska tungu: „Christ
and htiman suffering“.
í þessu stutta erindi mun ég aðallega segja i höf-
uðdráttum frá ævi Stanley Jones og þeirri merkilegu
trúarreynslu, sem starf hans hefir stjórnast af, og
verð ég að biðja lesendur að afsaka, þótt farið sé fljótt
yfir sögu, og rétt aðeins gripið á mörgu, er nánar þyrfti
að segja frá og skýra.
Dr. Stanley Jones er aðeins fimtugur að aldri. Hann
fæddist 3. janúar 1884 í Clarksville í Maryland í Ame-
ríku, en fluttist með foreldrum sínum á barnsaldri til
Baltimore og ólst þar upp. Stundaði hann nám við Balti-
more College og síðan Ashbury College í Kentucky, og
iauk þar háskólanámi sínu árið 1907. Á námsárum sín-
um tók hann nokkurn þátt í kristilegu stúdentalireyf-
ingunni, sem kunn er sérstaklega af starfi hins heims-
fræga kristna stúdentaleiðtoga John Mott.