Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Side 24

Kirkjuritið - 01.04.1935, Side 24
144 Árni SigurÖsson: KirkjuritiS. deildir mótmælenda sér hann jafnt, því aÖ hann stuðl- ar í öllu að einingu kærleikans, og er fjarri allri skoð- ana- og sérkreddusundrung. Vinsældir hans innan Meþódistakirkjunnar eru svo miklar, að á tveim aðal- fundum kirkjunnar, hverjum eftir annan, árin 1924 og 1928, vildu safnaðarbræður hans nærri þröngva honum til að taka að sér biskups-embætti, vissu engan maklegri né hæfari. Hann talaði við Guð í bæn um þetta mál. Og röddin, sem svo oft áður hafði til hans talað, sagði: „Ef þú afsalar þér þessu, skal ég vera með þér í Asíu“. Og hann svaraði: „Drottinn, heldur vil ég vera í för með þér í Asíu en gjöra nokkuð annað á himni eðá jörðu. Það er fastákveðið“. — Stahley Jones neitaði biskupskjöri bæði skiftin. Af öllum þeim aragrúa frásagna, er sýna kraft og áhrif dr. Jones í Indlandi, vil ég aðeins segja frá tveim- ur: — 1 borg einni, þar sem hinn frægi John Mott liafði lalað 9 árum áður, og verið hrópaður niður, er hann nefndi nafn Krists, þar talaði dr. Jones 6 kvöld í röð um efnið: „Jesús Kristur og hann krossfestur“. Áheyrenda- fjöldinn jókst með hverju erindi. Og er fyrirlestrunum var lokið, gengu meira en hundrað hástéttarmenn Kristi á hönd. — Öðru sinni bauð dr. Jones áheyrend- um sínum, að venju sinni, að bera upp spurningar fjTÍr sér. Var hann þá klukkutímum saman spurður í þaula af 30 indverskum lögfræðingum. Og aldrei varð honum svarafátt. Honum varð altaf að þeirri trú sinni, að Guð mundi gefa sér rétta svarið. Eitt af því, sem vakið hefir ást og traust Indverja til dr. Stanley Jones, er hin hreina og ákveðna afstaða hans til þjóðernis- og kynflokkamálanna, sem Asíu- mönnum eru hvað viðkvæmust allra mála. Dr. JoneS fylgir þar bókstaflega og í verki orðum Páls postula, er segir, að í Iiristi sé hvorki Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, því að allir eru eitt í Kristi. Hann hefir hvað eftir annað flutt þá tillögu á kirkjuþingum, að

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.