Kirkjuritið - 01.04.1935, Síða 67
KirkjuritiS. Frv. um skipun prestakalla. 187
tillögum netndarinnar, eins og hún hlýtur að sjá sjálf, nema
hún vilji berja höfðinu við stein og halda því fram, að sál-
gæzla prestanna sé engin hvort sem er. En þá væri miklu hrein-
legra að segja blátt áfram: Við viljum enga presta. íslendingar
eru dulir og seinteknir. Það hefir verið sagt um þá, að þeir eigi
hver sinn friðaða reit, sem þeir þoli ekki mikla umgengni um,
eða þeim svipi til fjallanna, sem þeir ólust upp við og bergmála
ekki, þegar gengið er mjög nálægt þeim. Sálgæzla á íslandi er
ekki áhlaupaverk. Prestarnir þurfa að fá frið og tækifæri til að
rækja hana. Þeir verða að lifa nánum samvistum við safnaðar-
fólk sitt og kynnast því sem bezt. Og þá fyrst, þegar kynnin eru
hafin á báðar hliðar, góð og traust, þá verður ljúft að leita
Prestsins í mestu vandamálunum, og hann mun færari að leysa
ur þeim. Jafnframt mun hann geta miðað predikanir sínar betur
en áður við þarfir safnaða sinna. En með því að gera ókleif ná-
*n persónuleg kynni í milli er verið að svifta söfnuðinn prestin-
um og prestinn söfnuðinum.
Þetta er kjarni málsins, sem hjer er um að ræða. Að þessu
rnyndi frumvarp nefndarinnar stuðla, ef það yrði að lögum.
Hennum huganum yfir nýju prestaköllin, sem eiga að verða,
sum harla snauð af vegum og brúm, klofin af vötnum og fjörð-
uni og fjöllum, nokkurar þingmannaleiðir frá einum enda á ann-
an. Hvernig er hugsanlegt, að presturinn geti rækt þar starf sitt
H1 nokkurar hlítar, þótt hann væri allur af vilja gerður og svo
heilsuhraustur, að hann þyldi sífeld ferðalög sumar og vetur. í
grein Sigurðar prófessors Sívertsens hér að franian er t. d. getið
Kirkjubæjarprestakalls á Úthéraði, og skal ég minnast á það
nokkuru nánar. Ég gjöri það alls ekki af því að það muni vera
rersta og vitlausasta samsteypan, heldur af hinu, að ég er þar
kunnugur. Prestakallið á að ná yfir Möðrudalsfjöll, Jökuldals-
heiði, Jökuldal allan og Jökulsárhlíð, Hróarstungu, Hjaltastaða-
þinghá og svo strandlengjuna milli Héraðsflóa og Loðmundar-
fjarðar. Þrjú stór vatnsföll renna um þetta svæði, Jökulsá, Lag-
arfljót og Selfljót. Tvö hin fyrnefndu eru að visu brúuð á einum
stað, en aðeins önnur brúin, Jökulsárbrúin, liggur í prestakall-
inu, og þannig, að presturinn verður iðulega að fara i kláf yfir
Jökulsá eða á ferju og sundleggja hesta. Annar farartálmi getur
bó orðið sýnu verri á veturna en fljótin, Njarðvíkurskriður,
snarbrattar og flughálar, en hengiflug og sævarurð fyrir neðan.
Sóknirnar eru níu, en Möðrudalskirkja liggur niðri sem stendur,
svo að kirkjurnar eru ekki nema 8. Á sumrum mun fært að
■nessa sama dag á Bakkagerði og í Njarðvík, Hjaltastað og Kirkju-
bæ, og Kirkjubæ og Sleðbrjót. Fengi þá hver kirkja í prestakallinu