Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Side 18

Kirkjuritið - 01.04.1935, Side 18
138 Árni Sigurðsson: Kirkjuritið. in: „Taktu þá við öllu, sem ég á og gef þér“. Hann gjörði svo. Og nú var alt fullkomnað, líf hans upp frá þessari stundu óleysanlega bundið Kristi og vilja hans. En nú blasti við vandamálið um köllunina, æuistarfið. Eins og eldingu laust þeirri sannfæringu niður í sál Stanley Jones, að nú yrði líf hans alt og starf að helg- ast Kristi; hann yrði að hætta lögfræðinámi og gjörast prédikari. Það kostaði hann nú sjálfan enga baráttu, að breyta framtíðaráformum sinum; það var alt eins og ákveðið af þeim vilja, sem var sterkari en hann sjálfur. En móður lians varð bilt við þá fregn, að sonur hennar ætlaði að verða fátækur meþódistaprédikari. Henni þótti vænt um, að hann gjörðist kristinn maður, en fanst það eitt nóg. Nú átti Stanley Jones að sýna prédikarahæfileika sína með því að prédika i kirkjunni tilsettan sunnu- dag. Hann fékk þrjár vikur til að undirbúa ræðuna. Kirkjan var full, þegar stundin kom, og hugði hann ræð- una vandlega samda og vel undirbúna. Hann segir sjálf- ur frá reynslu sinni í kirkjunni þennan fyrsta prédik- unardag sinn: . Þegar sálmur hafði verið sunginn, stóð hann upp og fök að flytja mjög háfleyga ræðu. En snemma í ræðunni veitti hann því athygli, að stúlka ein i hópi áheyrenda brosti, er liann kom með mjög þungskilið vísindaorð i ræðunni. Skildist honum þá, að ræðan náði engum tök- urji, og truflaði þetta hann svo, að hann týndi gersam- lega þræðinum í prédikuninni, sem átti að flytjast blaða- laust, og fann hann ekki aftur. Gat hann þá ekkert ann- að gert, en beðið söfnuðinn afsökunar á því, að hann væri búinn að gleyma ræðunni. En er hann var á leið- inni úr ræðustólnum i sæti sitt, heyrir hann röddina segja við sig: „Hefi ég þá ekkert gjört fyrir þig?“ „Jú, alt hefir þú gjört!“ „Hversvegna getur þú þá ekki sagt frá því?“ „Ég skal reyna að segja frá þvi!“ Nam liann þá staðar fyrir framan ræðustólinn og sagði: „Vinir minir,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.