Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 41

Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 41
Kirkjuritið. Kirkjufundur. 161 Spá mín er sú, að þegar bezt tækist, kæmu fulltruarnir heim af fundi sem nýir menn að kirkjulegum áhuga og starfsvilja og langtum vonbetri og bjartsýnni en áður voru þeir. I þriðja lagi er kirkjunni það eðlisnauðsyn og þroskaskilyrði að fara sjálf með sín eigin mál. Á þelta alriði legg ég afarmikla áherzlu, eins og nú er komið. Hver veit líka — í alvöru talað — hvenær Al- þingi kann að þóknast að höggva kirkjuna úr tengsl- um við ríkið? Vera má einnig, að svo verði búið að kirkjunni, að það verði hún, sem sóma sins vegna vtírð- ur að krefjast skilnaðarins. Væri þá ekki, ef annað- hvort þetta skyldi koma fyrir, gott fyrir kirkjuna að hafa fengið dálitla reynslu í meðferð sinna eigin mála á kirkjufundum? Ég hlýt að svara því játandi, og' veit, að það muni margir gera með mér. En þá er að hefjast handa og koma vel undirbúnum, fjölsóttum kirkjufundi á í sumar! Vald. V. Snævarr. TVENN UMMÆLI eftir W. R. Inge fyrv. prófast við Pálskirkjuna í London: „Trú er það, að standa eða falla með göfugustu mögu- leikunum“. „Vér erum það, sem vér elskum“. 11

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.