Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Side 69

Kirkjuritið - 01.04.1935, Side 69
KirkjuritiS. INNLENDAR FRÉTTIR. Kirkjufundur. Undirbúningsnefndin, sem kosin var í fyrra sumar, boðar til kirkjufundar í Reykjavík seint í júní. Hefir hún skrifað prestum, sóknarnefndum, safnaðarfulltrúum og Hal grímsnefndum og mælst til þess, að prestar og 1—3 fulltrúar frá hverjum söfnuði sæki fundinn. Segir svo í bréfinu meðal annars: „Vér væntum, að öllum hugsandi mönnum innan kirkjunnar sé það ljóst, að næsta áríðandi er, að allir áhugamenn safnaðanna sameinist um sluðning við þessa fundi,,sem verður bezt á þann hátt, að trygð sé góð fundarsókn. Eru nú og mörg veður í lofti, er nauðsyn er að gefa gætur, enda t. d. fram komnar á Aljiingi nú tillögur um stórfelda fækkun presta m. m., með áframhaldandi sameining prestakalla, svo að eigi tjáir að sitja þegjandi hjá — heldur verða nú allir þeir, er unna kristinni trú og kirkju, að hefjast handa bæði til öflugrar andstöðu og öruggrar sóknar, en hinir umtöluðu kirkjufundir eiga að vera veigamiki.l liður í þeirri starfsemi. Fundartími og dagskrá fundarins verða ákveðin og auglýst síð- ar» enda er þess vænst, að prestar og aðrir áhugamenn sendi nefndinni í tæka tíð tillögur um það efni, ef þeir hafa sérstakar óskir þar að lútandi". Þátttaka á að vera tilkynt nefndinni fyrir lok maímánaðar. Frumvarp lil laga um skipun prestakalla. [Flutningsm.: Jörundur Brynjólfsson.] 1. gr. Á íslandi skulu vera þessi prestaköll: I. Kjalarnessþing. 1. Reykjavík: Reykjavikursókn. 2. Útskálar: Staður [í Grinda- ^ík], Kirkjuvogs, Hvalsness, Utskála og Keflavíkur sóknir. 3 Garðar á Álftanesi: Iíálfatjarnar, Hafnarfjarðar og Bessastaða sóknir. 4. Mosfell í Mosfellssveit: Þingvalla, Viðeyjar, Lágafells, Frautarholts, Saurbæjar [á Kjalarnesi] og Reynivalla sóknir. II. Staðaþing. 5. Akranes: Saurbæjar [á Hvalfjarðarströnd], Innra-Hólms, Garða og Leirár sóknir. 6. Reykholt: Hvanneyrar, Fitja, Lundar, Bæjar, Reykholts, Stóraáss, Gilsbakka, Síðumúla og Norðtungu sóknir. 7. Borg: Hvamms, Hjarðarholts, Stafholts, Borgar, Álfta- ness, Álftartungu, Akra og Staðarhrauns sóknir. 8. Staðastað- Ur: Kolbeinsstaða, Rauðamels, Miklaholts, Staðarstaðar, Búðá °g Hellna sóknir. 9. Ólafsvík: Ingjaldshóls, Ólafsvíkur, Brimils-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.