Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 54

Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 54
174 S. P. S.: Stærð prestakalla. KirkjuritiÖ. iinni mætti veita til frjálsrar menningarstarfsemi“. En ég liefi ekki komið auga á neina tillögu frá nefndinni um, að þetta skuli gjört. Nefndin viðurkennir, að iaunakjör presta séu ekki viðunandi, enda mun erfitt að neita þessu. En meiri liluti hennar vill ekki fara þá leið til launabóta, sem Prestafélag Islands hefir bent á í bréfi sínu 17. okt. 1934 og orðar á þessa leið: „I minstu og hægustu presta- köllum er heppilegt að sameina prestsstöðu og kenn- arastöðu, og í ýmsum fleiri prestaköllum er vel fært að fela prestum nokkur kenslustörf. Ætti þeirri upp- hæð, er við það sparaðist, að vera varið til þess að bæta launakjör prestastéttarinnar í lieild sinni. Er stjórn Prestafélagsins fús til þess að gefa bendingar um það, hvar sameiningu prestsstarfa og kensluslarfa verði bezt við komið“. Ég byrjaði með spurningunni um það, við livað eigi að miða stærð prestakalla bér á landi. Og svar mitt er í fæstum orðum, að miða beri við staðhætti landsins, við störf þau, sem prestunum séu ætluð, og við fjárhags- getu þjóðarinnar. Þegar ég með þennan mælikvarða í huga spyr um, hvort réttmætl sé að fækka prestaköllum, er mér ljóst, að það myndi til mikils óhagræðis og tjóns fyrir söfn- uðina. Hitt er annað mál, að breyta þyrfti skipun presta- kalla á ýmsum stöðum, fyrst og fremst til fjölgunar í Reykjavík, en þá ef til vill til samsvarandi fækkunar á öðrum stöðum, þar sem staðhættir hafa batnað vegna nýrra vega og betri samgöngutækja, eða þar sem að- stæður hafa breyzt vegna mikillar fólksfækkunar. En það er hvorki mitt né neins einstaks manns, að gefa fullnaðarsvar i þessu máli. Það er þjóðarinnar í heild. Söfnuðirnir þekkja bezt sjálfir þarfir sinar og óskir. Og ég treysti því, að þeir liafi bæði vilja, vit og djörfung til þess að halda fast við þær kröfur, sem þeir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.