Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 68

Kirkjuritið - 01.04.1935, Page 68
188 Á. G.: Frv. um skipun prestakalla. Kirkjuritið. 1 messu á 6 vikum, nema heimakirkjan 2. Til þessara messuferða myndu fara um 12 dagar. Vetrarferðir tækju auðvitað miklu lengri tíma, og ekki er unt að messa nema á einni kirkju hvern helgidag. Má því gjöra ráð fyrir .120 ferðadögum til guðsþjónustnánna um árið. 1 prestakallinu teljast mér vera 128 bæir, víða mjög strjál- ir, svo að ekki mun ofætlað, að 32 dagar fari til húsvitjana á vetri. Fólkstal um 1100. Fermdir þá á ári að meðaltali 18. Myndi prestur ekki geta safnað öllum börnum saman á einn stað til fermingarundirbúnings, og myndi því sennilegt að ætla til hans 20 daga, auk venjulegra barnaspurninga eftir messu, Skírðir 27. Dánir 12—13 (venjulega útfararathöfn bæði heima og í kirkju). Hjónavigslur 7. Fyrir utan aukaverkin þarf svo prest- urinn helzt að vera á kirkjulegum fundum, t. d. héraðsfundi, fundi Prestafélags Islands og á prestastefnu. Mætti ætla til þess um 21 dag. Ef ætlaðir eru til hvers aukaverks að meðaltali tveir dagar, sem mun láta nærri, þá fer sá tími til brýnustu prests- starfa, er hér segir: Messur og messuferðir ............................. 120 dagar Húsvitjanir ........................................ 32 — Fermingarundirbúningur ............................. 20 — Aukaverk og ferðir til þeirra ...................... 92 — Kirkjuleg fundahöld ................................ 21 — Samtals 285 dagar. Eina 80 daga á svo presturinn eftir af árinu til annara starfa fyrir sóknarbörn sín, til að auðga anda sinn af bóklestri og til ræðugerða. Mér er spurn: Er nokkurt vit í þessu? Eða: Hverjum er bjóð- andi slíkt erfiði ár eftir ár og áratug eftir áratug? Þetta dæmi verður að nægja i bráðina sem sýnishorn þess, hversu nefndin hefir lagst djúpt, þegar hún ákvað stærð presta- kallanna. Ég vil þó ekki skilja svo við þetta mál, að ég þakki ekki minni hluta nefndarinnar fyrir að hafa lagt það til, að prestum lands- ins gefist kostur á, að koma fram með álit sitt, áður en Alþingi afgreiðir málið, og þá sérstaklega um það, hvort sameina eigi prestsstöðu og almenna barna- og unglingafræðslu i nokkurum sóknum. Mun þetta væntanlega verða gjört, jafnframt þvi sem söfnuðir og prestar lialda fast við fyrri samþyktir sinar um það, að prestaköllum megi ekki fækka, heldur aðeins gjöra þá breyt- ingu um skipun þeirra, sem fólksfjölgun og bættar samgöngur gefa tilefni til. Ásmundur Guðmundsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.