Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Side 38

Kirkjuritið - 01.04.1935, Side 38
Kirkjuritið. KIRKJUFUNDUR. Það er talsverl langt síðan, að raddir fóru að heyrasl í þá átt, að íslenzka þjóðkirkjan þyrfti að ta meira sjálfstæði og fyllra frelsi til að ráða sínum eigin málum en hún hefir nú og hefir lengst af liaft. Kröfur í þessum efnum hafa altaf öðru livoru kveðið við i kirkjulegum hlöðum og á fundum kirkjunnar manna, en einna ákveðnast held ég' þó, að þær hafi komið fram í álykt- un þeirri, er synodus 1909 gerði í samhandi við erindi um kirkjuþing, er séra Sigurður P. Sívertsen, þá prestur á Hofi í Vopnafirði, hélt. Þar segir á þá leið, að sam- handi ríkis og kirkju sé óhaganlega fyrirkomið, og að kirkjan hafi ekki nægilegt frelsi til að ráða sínum eigin málum. Er því skorað á Alþingi að samþykkja lög um kirkjuþing fyrir hina íslenzku þjóðkirkju, er komi sam- an annaðhvort ár, sé skipað prestum og leikmönnum, hafi fult samþyktarvald í innri málum kirkjunnar og tillögurétt i öllum þeim almennum löggjafarmálum, er snerta kirkjuna, enda verði það koslað af landssjóði. — Svona voru þeir upplitsdjarfir og ákveðnir, kirkjumenn- irnir frá 1909! Það var skýrt og tvímælalaust, livað þeir vildu. — Síðan þetta var, hefir krafan um kirkjuþing eða kirkjufund oft komið fram, en hún hefir að vísu ver- ið lágværari síðari árin, alt þangað til að Gísli Sveinsson sýslumaður tók hana upp að nýju nú fyrir skömmu. Skyldi hugmyndin um Kirkjuráðið hafa deyft eggjarnar um sinn? Undirtektir kirkjunnar manna, er Gísli sýslumaður hóf máls á kirkjufundi, virðast henda skýrt til þess, að hin gamla krafa kirkjunnar um fyllra frelsi hafi geymst

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.