Kirkjuritið - 01.04.1935, Qupperneq 35
Kirkjuritið.
Gleðjum gamalmennin.
155
sem vilja sýna öðrum samúð og kærleika, að hlynna að
þessu fagra og góða starfi, og þá, sem geta, að styrkja
það fjárhagslega, svo að fátækustu mæðurnar geti feng-
ið örlítið sumarfrí í sveitaró og sólblíðu íslands.
En það er annað starf, sem einnig er mjög aðkallandi,
en ekki hafið enn á skipulagsbundinn hátt, og það er
starfið fyrir gamalmennin. Ég tala ekki um hæli fyrir þau
eða hjálp til þess að lifa, fyrir því er að nokkru leyti séð
og verður séð — og þó hygg ég, að sumir verði að lifa af
Ktlu en hitt er ég viss um, að þau þurfa hjálp, hvaf
sem þau eru, hvort heldur á liæli eða heima hjá sínum,
til þess að þau geti glaðst yfir lífinu og notið fagurs og
friðsæls kvelds. En nú vitum vér, að „tvisvar verður gam-
all maður harn“, að það þarf svo lítið til að gleðja og litið
til að hryggja liina gömlu; þeir eru svo viðkvæmir, þess-
vegna er þeim líka svo þungbært, er þeir gleymast, ein-
veran er þeim jafn óþægileg og ijarninu, þurfa þeir oft
jafnvel enn meiri kærleikshlýju én þau. Hversu ábóta-
vant er ekki hjá oss mörgum í þessu, vér litum einatt á
þá, sem þó eru orðnir gamlir, eins og jieir enn væru á
miðaldra skeiði, að minsta kosti hvað hugsun og tilfinn-
1 hgar snertir.
En hvað getum vér nú gjört meira fyrir þá en gjört er?
vGamalmennadagurinn“ i Reykjavík er haldinn í fögru
markmiði. Þá þarf að ná til sem flestra gamalmenna og
hjálpa þeim á staðinn og liugsa vel um hvern einstakan,
er þangað er komið. En gamalmennin þurfa sumarfrí.
Gamalmenni í kaupstöðum þurfa að komast eitthvað upp
i sveit á fögrum sumardögum; flest þeirra voru í sveit í
8esku og finst æskuminningarnar streyina að sér í sveit-
mni. Þó ekki væri nema um einn slikan dag að ræða á
sumri þá væri það betra en ekki neitt, það mundi veita
þeim gleði, sem entist lengi, en það þyrfti að velja fagr-
an dag og sýna þeim mikinn kærleika og umhyggjusemi,
svo að nautn dagsins vrði sem allra mest fvrir þau.
En svo er hugsanlegt, að allmörg gamalmenni gætu